Eldsneytisverð nánast eins á öllum stöðvum 8. september 2010 03:15 Olíufélögin segja mikla samkeppni ríkja á eldsneytismarkaði, en framkvæmdastjóri FÍB saknar staðbundinna verðstríða. Fréttablaðið/GVA Þrátt fyrir að eldsneytisverð á Íslandi hafi haldist stöðugt síðustu vikur og lítill verðmunur verið milli olíufyrirtækja segja forsvarsmenn fyrirtækjanna að hörð samkeppni ríki. Munurinn á hæsta og lægsta verði á útsölustöðum í gær var einungis 1 króna og 60 aurar, að því er fram kom á vefnum GSMbensin.is. Orkan var með lægsta verðið, eða 192,3 krónur fyrir lítrann í sjálfsafgreiðslu, en hæsta verðið var hjá Shell, 193,90 krónur. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir í samtali við Fréttablaðið að undanfarið hafi fyrirtækin ekki stundað staðbundin verðstríð eins og áður. Nú sé meira eða minna sama verð um allt land. „Þessi viðleitni til samkeppni hefur nánast horfið. Þó að sumir hafi haldið því fram að þetta hafi verið látalæti hjá fyrirtækjunum er ég hálfsmeykur um að til lengri tíma sé núverandi ástand verra." Hann óttast að þetta ástand gæti drepið niður þá verðvitund sem þó var orðin þar sem fólk fylgdist grannt með eldsneytisverði. „Við vorum að sjá verulegar verðsveiflur á höfuðborgarsvæðinu og ákveðinn hópur viðskiptavina var farinn að miða sín kaup miðað við hvar var ódýrast að fylla á bílinn og notaði til þess síðuna GSMbensin.is." Runólfur segir þó að álagning fyrirtækjanna hafi minnkað að undanförnu og það sé jákvætt fyrir neytendur. Forsvarsmenn olíufyrirtækjanna segja að samkeppni á markaðnum sé afar virk. „Hún kemur í sveiflum eins og margt annað," segir Hugi Hreiðarsson, markaðsstjóri Atlantsolíu, í samtali við Fréttablaðið og bendir á að um 90 verðbreytingar hafi verið á markaðnum á fyrri hluta þessa árs og þær hafi sjaldan verið eins margar. „Það gat enginn haldið út þá álagningu sem komin var í því verðstríði og ég held að allir séu að jafna sig á því." Samúel Guðmundsson, framkvæmdastjóri vörustýringarsviðs Olís, segir bullandi samkeppni í gangi. Verðið í sumar hafi verið óvenjulágt og sé lægra en í nágrannalöndunum. „Bensínverð hérna heima hefur verið stöðugt en farið hækkandi erlendis síðustu daga þannig að það er einfaldlega hækkunar þörf." thorgils@frettabladid.is Mest lesið Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Sjá meira
Þrátt fyrir að eldsneytisverð á Íslandi hafi haldist stöðugt síðustu vikur og lítill verðmunur verið milli olíufyrirtækja segja forsvarsmenn fyrirtækjanna að hörð samkeppni ríki. Munurinn á hæsta og lægsta verði á útsölustöðum í gær var einungis 1 króna og 60 aurar, að því er fram kom á vefnum GSMbensin.is. Orkan var með lægsta verðið, eða 192,3 krónur fyrir lítrann í sjálfsafgreiðslu, en hæsta verðið var hjá Shell, 193,90 krónur. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir í samtali við Fréttablaðið að undanfarið hafi fyrirtækin ekki stundað staðbundin verðstríð eins og áður. Nú sé meira eða minna sama verð um allt land. „Þessi viðleitni til samkeppni hefur nánast horfið. Þó að sumir hafi haldið því fram að þetta hafi verið látalæti hjá fyrirtækjunum er ég hálfsmeykur um að til lengri tíma sé núverandi ástand verra." Hann óttast að þetta ástand gæti drepið niður þá verðvitund sem þó var orðin þar sem fólk fylgdist grannt með eldsneytisverði. „Við vorum að sjá verulegar verðsveiflur á höfuðborgarsvæðinu og ákveðinn hópur viðskiptavina var farinn að miða sín kaup miðað við hvar var ódýrast að fylla á bílinn og notaði til þess síðuna GSMbensin.is." Runólfur segir þó að álagning fyrirtækjanna hafi minnkað að undanförnu og það sé jákvætt fyrir neytendur. Forsvarsmenn olíufyrirtækjanna segja að samkeppni á markaðnum sé afar virk. „Hún kemur í sveiflum eins og margt annað," segir Hugi Hreiðarsson, markaðsstjóri Atlantsolíu, í samtali við Fréttablaðið og bendir á að um 90 verðbreytingar hafi verið á markaðnum á fyrri hluta þessa árs og þær hafi sjaldan verið eins margar. „Það gat enginn haldið út þá álagningu sem komin var í því verðstríði og ég held að allir séu að jafna sig á því." Samúel Guðmundsson, framkvæmdastjóri vörustýringarsviðs Olís, segir bullandi samkeppni í gangi. Verðið í sumar hafi verið óvenjulágt og sé lægra en í nágrannalöndunum. „Bensínverð hérna heima hefur verið stöðugt en farið hækkandi erlendis síðustu daga þannig að það er einfaldlega hækkunar þörf." thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Sjá meira