Erlent

Avatar spáð góðu gengi á Óskarnum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
David Cameron er spáð góðu gengi á Óskarsverðlaunaafhendingunni. Mynd/ AFP.
David Cameron er spáð góðu gengi á Óskarsverðlaunaafhendingunni. Mynd/ AFP.
Líklegt er að kvikmyndirnar Avatar, Up in the Air og The Hurt Locker fái flestar tilnefningar til Óskarsverðlauna þetta ári að mati breska blaðsins Daily Telegraph. Blaðið telur að allar þessar þrjár myndir verði tilnefndar í flokki bestu mynda ársins.

Blaðið telur óliklegt að eitthvað komi á óvart á Óskarsverðlaunaafhendingunni. Nær öruggt sé að James Cameron og Kathryn Bigelow muni hljóta tilnefningar fyrir leikstjórn fyrir myndirnar Avatar og Hurt Locker. Svo skemmtilega vill til að þau tvö eru fyrrverandi hjón og er það talið gefa samkeppni þeirra um verðlaunin nýja vídd.

Þá er talið líklegt að Jeff Bridges fái tilnefningu fyrir besta leik í karlhlutverki fyrir hlutverk sitt í myndinni Crazy Heart, George Clooney fái tilenfingu fyrir hlutverk sitt í Up in The Air og Colin Firth fyrir hlutverk sitt í myndinni A Single Man. Hins vegar er talið að Sandra Bullock fái tilnefningu fyrir hlutverk sitt í myndinni Blind Side, Gabourey Sidibe fyrir myndina Precious og Meryl Streep fyrir Julie & Julia.

Óskarsverðlaunahátíðin fer fram 7. mars næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×