Erlent

Moskan verður reist í New York

Óli Tynes skrifar
Frá árásinni á tvíburaturnana.
Frá árásinni á tvíburaturnana. Mynd/AP

Múslimaklerkurinn Feisal Abdul Rauf skrifar grein í New York Times í dag þar sem hann fjallar um andstöðu við byggingu moskunnar sem á að reisa skammt frá þeim stað sem Tvíburaturnarnir stóðu.

Hann segir að húsið verði miklu meira en bænahús múslima. Þetta verði menningarmiðstöð þar sem verði kapellur fyririr bæði múslima, kristna og gyðinga sem vilji ganga til bæna.

Einnig verður þar fjöltrúar minnisvarði um þá sem létu lífið í árásunum á Tvíburaturnana.

Það eru einkum harðsnúnir hægrimenn sem hafa mótmælt byggingu moskunnar.

Breið samtök kristinna manna, gyðinga og múslima hafa lýst stuðningi við byggingu hennar.

Margir málsmetandi stjórnmálamenn hafa tekið í sama streng. Meðal þeirra eru Michael Bloomberg borgarstjóri í New York og Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×