Hamilton segir Alonso súran útaf árangri 29. júní 2010 10:42 Lewis Hamilton ásamt kærustu sinni, söngkonunni Nicole Schwarzinger. Mynd: Getty Images Bretinn Lewis Hamilton hjá McLaren telur að Fernando Alonso og um leið Ferrari menn séu svekktir útaf slökum árangri í Valencia á sunnudaginn og það sé ástæðan fyrir því að þeir séu að kvarta yfir dómgæslu á mótinu. Alonso fannst dómarar alltof lengi að ákvarða refsingu á Hamilton, sem braut af sér með því að fara framúr öryggisbíl mótsins. Hamilton náði þannig að byggja upp gott forskot á aðra keppendur, sem sátu fastir fyrir aftan öryggisbílinn, þeirra á meðal Alonso. Samkvæmt frétt á autosport.com voru tafirnar vegna þess að FIA vildi fá loftmyndir og aðrar upplýsingar af atvikinu í hendurnar. Aðspurður um hvort Alonso væri súr útaf eigin árangri svaraði Hamilton. "Já. Ég sá líka að Kamui Kobayashi fara framúr honum á risaskjá. Það er ólíkt honum að hleypa Sauber framúr. Hann hlýtur að hafa verið í öðrum heimi. Ég skil ekki afhverju ég hafði svona mikil áhrif á hans frammistöðu", sagði Hamilton í viðtali við Press Association. "Það hafa allir rétt á sínum skoðunum og hann hlýtur að vera svekktur með eigin frammistöðu. En ég gerði honum ekkert", sagði Hamilton. Hann taldi dómara FIA vera gera góða hluti í mótum, þar sem menn fengju að keppa án mikilla truflana frá dómurum. Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton hjá McLaren telur að Fernando Alonso og um leið Ferrari menn séu svekktir útaf slökum árangri í Valencia á sunnudaginn og það sé ástæðan fyrir því að þeir séu að kvarta yfir dómgæslu á mótinu. Alonso fannst dómarar alltof lengi að ákvarða refsingu á Hamilton, sem braut af sér með því að fara framúr öryggisbíl mótsins. Hamilton náði þannig að byggja upp gott forskot á aðra keppendur, sem sátu fastir fyrir aftan öryggisbílinn, þeirra á meðal Alonso. Samkvæmt frétt á autosport.com voru tafirnar vegna þess að FIA vildi fá loftmyndir og aðrar upplýsingar af atvikinu í hendurnar. Aðspurður um hvort Alonso væri súr útaf eigin árangri svaraði Hamilton. "Já. Ég sá líka að Kamui Kobayashi fara framúr honum á risaskjá. Það er ólíkt honum að hleypa Sauber framúr. Hann hlýtur að hafa verið í öðrum heimi. Ég skil ekki afhverju ég hafði svona mikil áhrif á hans frammistöðu", sagði Hamilton í viðtali við Press Association. "Það hafa allir rétt á sínum skoðunum og hann hlýtur að vera svekktur með eigin frammistöðu. En ég gerði honum ekkert", sagði Hamilton. Hann taldi dómara FIA vera gera góða hluti í mótum, þar sem menn fengju að keppa án mikilla truflana frá dómurum.
Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira