Erlent

Kraftaverkanauðlending í Síberíu

Óli Tynes skrifar
Rússneska vélin í skóginum.
Rússneska vélin í skóginum.

Áttatíu og einn maður var um borð í þriggja hreyfla þotu af gerðinni TU-154 sem var á leið til Moskvu í gær.

Hún var komin í farflugshæð sína, 35.000 fet, þegar slökknaði á bókstaflega öllu.

Eldsneytisdælur slógu út, hreyflarnir slógu út, fjarskiptabúnaður sló út og siglingatækin slógu út.

Þessi þriggja hreyfla þota var allt í einu orðin almyrkvuð eitthundrað tonna sviffluga.

Flugmennirnir byrjuðu að handfljúga vélinni úr 35 þúsund fetum.

Þeir mundu eftir litlum óbyggðaflugvelli aðallega fyrir þyrlur, sem löngu var hætt að nota og tóku stefnu á hann.

Þeim tókst að skella vélinni niður á brautarendann. Vélin fór auðvitað fram af hinum endanum á þessari stuttu braut og inn í skóg.

En þá hafði dregið svo mikið úr ferðinni að hún héltst í heilu lagi þótt göt kæmu á skrokkinn hér og þar.

Einhverjir farþeganna fengu skrámur en enginn slasaðist alvarlega.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×