Lýðskrumandi PC-hérar Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar 3. júní 2010 10:34 Pínlegt er að fylgjast með mönnum ráða í úrslit sveitarstjórnarkosninganna. Þar flýgur hver sem hann er fiðraður með eigin hagsmuni að leiðarljósi eftir flokkspólitísku landslaginu. En skilaboðin eru kvitt og klár. Þau eru til stjórnarflokkanna tveggja, svohljóðandi: Hættið að vera þessir pc-hérar* og farið að taka til hendinni. Annars verður ykkur refsað grimmilega í næstu þingkosningum. Okkur bráðvantar sem aldrei fyrr röska menn við völd sem eru ekki lýðskrumandi pc-hérar. Menn sem hlusta á rök frekar en háværa og freka, heimska og hrædda forræðishyggjusinna. Og gera eitthvað. Plægja akur fyrir verðmætasköpun. Af hverju er til dæmis ekki löngu búið að opna spilavíti fótboltatvíburanna sem bæði getur reynst gjaldeyris- og atvinnuskapandi? Og hefur það sér til ágætis að ýta spilamennsku sem hér grasserar upp á yfirborðið. Hvað heldur fólk að gerist? Að landsmenn umturnist við slíkt í froðufellandi fíkla sem spila rassinn úr buxunum? Afsakið, hér er bara allt vaðandi í spilavítum, einhentum ræningjum á hverju götuhorni, lottó og lengjum og hvað þetta heitir allt. Þetta er spilavíti! Bara svo eitt dæmi sé nefnt. En, nei. Menn þora engu í einhverjum ótta við óvinsældir háværra bannista og því er fylgið að gufa upp. Nú er ekki rétti tíminn til að stjákla sem köttur um heitan graut. Á þessum tímum er sennilega betra að taka ranga ákvörðun en enga. Að einhver hafi á röngu að standa þýðir ekki að hinn hafi rétt fyrir sér í einu og öllu. Vinstri grænir duttu beint í þessa gryfju rökfræðivillunnar og Samfylkingin lætur það yfir sig ganga. Það að frjálshyggjan (sem var í raun ólígarkismi) hafi riðið hér öllu á slig þýðir ekki að argasta vinstra-afturhald sé rétta leiðin. Í stað þess að banna auglýsingar á pilsner eigum við einmitt að stíga í hina áttina og aflétta fráleitu banni við bjórauglýsingum. Ögmundur! Það er þess vegna sem kjósendur eru farnir að gefa auga arkítektum og aðalverktökum hrunsins - Sjálfstæðisflokknum. Farið er að slá í söng Steingríms Joð um að fylgistap hafi verið óhjákvæmilegt vegna hinna erfiðu aðgerða sem stjórnin þarf að standa í. Allir vita að þetta er erfið staða! Fólk er að mótmæla aðgerðarleysinu en ekki aðgerðum sem engar eru. Stjórnarliðið fer í galinn flatan niðurskurð í stað þess að skilgreina hlutverk ríkisins og slá skjaldborg um hjúkkur, kennara og löggur. Í þessari röð. Og skera fitulögin í ofbólgnum ríkisrekstrinum frá. Hvað höfum við til dæmis við Jafnréttisstofu á Akureyri að gera þegar verið er að róa lífróður til lands? Firringin gagnvart ríkisrekstrinum er reyndar slík að mann setur hljóðan. Lilja Mósesdóttir segir að ekkert þýði að segja upp (óþörfum) ríkisstarfsmönnum því þá fjölgi bara atvinnulausum! *PC vísar til þess sem á ensku heitir Politically Correct sem hefur á íslensku verið kallað pólitískur rétttrúnaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Pínlegt er að fylgjast með mönnum ráða í úrslit sveitarstjórnarkosninganna. Þar flýgur hver sem hann er fiðraður með eigin hagsmuni að leiðarljósi eftir flokkspólitísku landslaginu. En skilaboðin eru kvitt og klár. Þau eru til stjórnarflokkanna tveggja, svohljóðandi: Hættið að vera þessir pc-hérar* og farið að taka til hendinni. Annars verður ykkur refsað grimmilega í næstu þingkosningum. Okkur bráðvantar sem aldrei fyrr röska menn við völd sem eru ekki lýðskrumandi pc-hérar. Menn sem hlusta á rök frekar en háværa og freka, heimska og hrædda forræðishyggjusinna. Og gera eitthvað. Plægja akur fyrir verðmætasköpun. Af hverju er til dæmis ekki löngu búið að opna spilavíti fótboltatvíburanna sem bæði getur reynst gjaldeyris- og atvinnuskapandi? Og hefur það sér til ágætis að ýta spilamennsku sem hér grasserar upp á yfirborðið. Hvað heldur fólk að gerist? Að landsmenn umturnist við slíkt í froðufellandi fíkla sem spila rassinn úr buxunum? Afsakið, hér er bara allt vaðandi í spilavítum, einhentum ræningjum á hverju götuhorni, lottó og lengjum og hvað þetta heitir allt. Þetta er spilavíti! Bara svo eitt dæmi sé nefnt. En, nei. Menn þora engu í einhverjum ótta við óvinsældir háværra bannista og því er fylgið að gufa upp. Nú er ekki rétti tíminn til að stjákla sem köttur um heitan graut. Á þessum tímum er sennilega betra að taka ranga ákvörðun en enga. Að einhver hafi á röngu að standa þýðir ekki að hinn hafi rétt fyrir sér í einu og öllu. Vinstri grænir duttu beint í þessa gryfju rökfræðivillunnar og Samfylkingin lætur það yfir sig ganga. Það að frjálshyggjan (sem var í raun ólígarkismi) hafi riðið hér öllu á slig þýðir ekki að argasta vinstra-afturhald sé rétta leiðin. Í stað þess að banna auglýsingar á pilsner eigum við einmitt að stíga í hina áttina og aflétta fráleitu banni við bjórauglýsingum. Ögmundur! Það er þess vegna sem kjósendur eru farnir að gefa auga arkítektum og aðalverktökum hrunsins - Sjálfstæðisflokknum. Farið er að slá í söng Steingríms Joð um að fylgistap hafi verið óhjákvæmilegt vegna hinna erfiðu aðgerða sem stjórnin þarf að standa í. Allir vita að þetta er erfið staða! Fólk er að mótmæla aðgerðarleysinu en ekki aðgerðum sem engar eru. Stjórnarliðið fer í galinn flatan niðurskurð í stað þess að skilgreina hlutverk ríkisins og slá skjaldborg um hjúkkur, kennara og löggur. Í þessari röð. Og skera fitulögin í ofbólgnum ríkisrekstrinum frá. Hvað höfum við til dæmis við Jafnréttisstofu á Akureyri að gera þegar verið er að róa lífróður til lands? Firringin gagnvart ríkisrekstrinum er reyndar slík að mann setur hljóðan. Lilja Mósesdóttir segir að ekkert þýði að segja upp (óþörfum) ríkisstarfsmönnum því þá fjölgi bara atvinnulausum! *PC vísar til þess sem á ensku heitir Politically Correct sem hefur á íslensku verið kallað pólitískur rétttrúnaður.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar