Erlent

Þrír létust er skip sökk á tíu mínútum

Skipið  Oyang 70 sökk á aðeins tíu mínútum
Skipið Oyang 70 sökk á aðeins tíu mínútum Mynd/AFP
Þrír létu lífið þegar að Oyang 70, suður-kóereskt fiskiskip sökk í morgun fjögur hundruð mílum austur af Suður-Nýja Sjálandi. Fimmtíu og einn var um borð í bátnum þegar hann sökk en þriggja er enn saknað. Fjörutíu og fimm skipverjum var bjargað en þeir eru flestir frá Indónesíu.

Litlar líkur eru taldar á að mennirnir þrír séu á lífi en leitað hefur verið af þeim í tólf tíma. Það er talið kraftaverk að svo mörgum skipverjum hafi verið bjargað þar sem skipið sökk á aðeins tíu mínútum. Ekki er ljóst hversvegna hann sökk á svo skömmum tíma en hann vegur um sextán hundruð tonn. Rannsókn stendur yfir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×