Innlent

Gagnrýndi mannréttindaráð Reykjavíkurborgar harðlega

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, gagnrýnir harðlega tillögu mannréttindaráðs Reykjavíkur um að meina fulltrúum þjóðkirkjunnar samskipti við grunnskólabörn á skólatíma. Karl sagði í predikun í Hallgrímskirkju í morgun að kerfisbundið væri unnið að því að fela þá staðreynd að íslensk þjóðmenning væri byggð á kristindómnum.

„Íslensk þjóðmenning er byggð á kristindómnum. Kerfisbundið virðist vera unnið að því að fela þá staðreynd og víða ráða för skefjalausir fordómar gagnvart, og andúð á, trú. Sér í lagi kristni og Þjóðkirkjunni," sagði Karl. „Trúfrelsi er skilgreint sem útilokun trúar frá hinu opinbera rými kirkju og kennslu - sem mun þó einungis stuðla að fáfræði fordómum og andlegri örbirgð," bætti hann við

„Þjóðkirkjan er enn víðtækasta fjöldahreyfing þessa lands. Hún er ekki rekin af ríkinu heldur frjálst trúfélag sem er í sérstöku sambandi og samstarfi við ríkið í gagnrýnni samstöðu með þjóðríkinu okkar og þjóðinni," sagði Karl.

Karl gagrýndi það að mannréttindaráð Reykjavíkurborgar skyldi vilja að Gideonmönnum yrði meinað að dreifa Nýja testamentinu í grunnskólum. Hann benti á að samkvæmt lögum eigi grunnskólinn að byggja á þeim boðskap sem koma fram í þeirri bók.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×