Erlent

Tiger snýr aftur í golfið

Óli Tynes skrifar
Tiger Woods og fjölskylda.
Tiger Woods og fjölskylda.
Tiger Woods hefur tilkynnt að hann ætli að byrja aftur að spila golf og muni taka þátt í US Masters keppninni í apríl.

Kylfingurinn hefur ekki spilað opinberlega í fjóra mánuði, eða síðan upp komst um framhjáhald hans.

Samkvæmt fréttum hefur eiginkonan nú tekið hann í sátt og hann hefur opinberlega beðið aðdáendur sína afsökunar.

Fjölmörg fyrirtæki sögðu upp auglýsingasamningum við Woods meðan hneykslið reis sem hæst. Eftir er að sjá hvort þau taki hann í sátt eins og frúin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×