Erlent

Hálfgert borgarastríð í Mexíkó

Óli Tynes skrifar
Fjórir Mexíkóskir lögreglumenn liggja sundurskotnir í götu.
Fjórir Mexíkóskir lögreglumenn liggja sundurskotnir í götu.

Baráttan við eiturlyfjabarónana í Mexíkó er sífellt meira að taka á sig mynd borgarastríðs. Ekki er óvenjulegt að tugir manna falli í skotbardögum á degi hverjum.

Og það er líka daglegt brauð að afhöfðuð lík finnist á götum úti. Jafnvel á ferðamannastöðum eins og Acapulco.

Grimmd og vald eiturlyfjabarónanna virðist ekki eiga sér nein takmörk. Þeir hafa ótakmarkað fé til þess að bera á lögreglu og embættismenn.

Og ef þeir hitta fyrir heiðarlegt fólk sem ekki vill þiggja mútur er það myrt. Oft eftir hroðalegar pyntingar. Þeir víla heldur ekki fyrir sér að myrða fjölskyldur opinberra starfsmanna sem eru þeim óþægir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×