Erlent

Kókaín í formi verðlaunastyttu

Ekki er óheimilt að gera eftirlíkingar af verðlaunastyttunni. Hér sjást kátir Hollendingar í Suður-Afríku með eina slíka. Lið Hollands á möguleika á að tryggja sér hina einu sönnu verðlaunastyttu á sunnudaginn eftir viku. Mynd/AP
Ekki er óheimilt að gera eftirlíkingar af verðlaunastyttunni. Hér sjást kátir Hollendingar í Suður-Afríku með eina slíka. Lið Hollands á möguleika á að tryggja sér hina einu sönnu verðlaunastyttu á sunnudaginn eftir viku. Mynd/AP
Yfirvöld í Kólumbíu hafa lagt hald á eftirlíkingu af verðlaunastyttu heimsmeistaramótsins í knattspyrnu. Leyfilegt er að gera eftirlíkingar af styttunni en í þessu tilfelli var styttan búin til úr hreinu kókaíni.

Styttunni hafði verið komið fyrir í kassa með íþróttatreyjum og var á leiðinni með flugi til Madrídar á Spáni. Hún vakti hins vegar athygli starfsmanna og leitarhunda á alþjóðaflugvellinum í höfuðborginni Bogata í gær. Vökva hafði verið blandið við kókaínið svo efnið myndi haldast saman. Styttan reyndist vera 36 sentimetrar á hæð og um ellefu kíló að þyngt.

Ekki liggur fyrir hver bjó styttuna til en ljóst þykir að viðkomandi hefur lagt mikið á sig til að reyna að tryggja að kókaínið kæmist til Spánar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×