Erlent

Sænskur vísindamaður hlýtur norræn líforkuverðlaun

Göran Berndes, sænskur vísindamaður, hlaut í dag líforkuverðlauna Norrænu ráðherranefndarinnar. Verðlaunin eru veitt einstaklingi eða samtökum sem hafa lagt mikið af mörkum til að auka notkun eða framleiðslu á líforku. Það var Andreas Carlgren, umhverfisráðherra Svíþjóðar, sem afhenti Berndes verðlaunin á orkuþingi sem fer fram í dag í Stokkhólmi.

Berndes rannsakar orkukerfi, jarðnotkun og tengsl þessara og annarra þátta. Hann hefur sérhæft sig í rannsóknum á því hvernig nota má lífefnamassa þannig að loftslagsáhrif af orkuframleiðslu verði sem minnst, og einnig áhrif mikillar notkunar á lífefnamassa við orkuframleiðslu.

Norrænu matvæla-, sjávarútvegs-, landbúnaðar-, og skógræktarraáðherrarnir samþykktu árið 2006 að setja á stofn norræn líforkuverðlaun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×