Handbolti

Björgvin: Brons væri frábær árangur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Vín skrifar
Björgvin Páll Gústavsson ver hér skot frá Frökkum í gær.
Björgvin Páll Gústavsson ver hér skot frá Frökkum í gær. Mynd/DIENER
Björgvin Páll Gústavsson á von á því að það lið sem mætir hungraðra til leiks í dag vinni bronsverðlaunin á Evrópumeistaramótinu í handbolta.

Ísland mætir í dag Póllandi í leik um bronsið á EM en Frakkar og Króatar munu spila um sjálfan Evrópumeistaratitilinn.

„Það var fínt að eiga fyrri undanúrslitaleikinn því það gefur okkur aðeins meira svigrúm til að anda," sagði Björgvin í samtali við Vísi eftir að Ísland tapaði fyrir Frakklandi í undanúrslitum í gær.

„Við viljum vinna til verðlauna sama hvernig medalían lítur út. Það er ekki auðvelt að vinna til verðlauna á stórmóti og það væri frábær árangur að ná bronsi."

„Við höfum trú á að það takist og að okkur takist einnig að byggja áfram á því sem við höfum verið að gera í mótinu til þessa. Við þurfum að spila okkar leik og dvelja ekki of lengi við tapleikinn gegn Frakklandi."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×