Erlent

Glæpakóngur stýrði klíku á Facebook úr fangelsi

Colin Gunn lét fangelsi ekki stoppa Facebook-notkun sína.
Colin Gunn lét fangelsi ekki stoppa Facebook-notkun sína.

Breski glæpaforinginn Colin Gunn, sem stýrði öflugustu glæpaklíku Nottingham-borgar, situr af sér 35 ára fangelsisdóm fyrir morð. Það hefur þó ekki hindrað hann í að stýra glæpaveldi sínu og ógna andstæðingum. Hann hefur notað Facebook til þess og komist upp með þangað til á föstudaginn þegar lokað var fyrir netaðgang hans.

Það er breska blaðið Sunday Times sem greinir frá þessu í dag. Ekki er langt síðan fréttastofa Stöðvar birti fréttir af því að fangar á Litla-Hrauni héldu úti vel uppfærðum síðum á Facebook. Í kjölfar þeirra umfjöllunar takmörkuðu fangelsismálayfirvöld netnotkun fanganna og það sama gerðist í Bretlandi. Í kjölfar fyrirspurnar The Sunday Times var Gunn hent út af Facebook. Jack Straw, dómsmálaráðherra Bretlands, hefur lofað að koma í veg fyrir að fangar hangi á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×