Handbolti

Ólafur Stefánsson: Byrði sem ég ber alla ævi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Vín skrifar
Ólafur Stefánsson.
Ólafur Stefánsson. Mynd/DIENER
Ólafur Stefánsson var ekki sáttur við eigin frammistöðu í leik Íslands og Frakklands í gær. Ísland mætir í dag Póllandi í leik um bronsið á EM í handbolta.

„Ég var persónulega ósáttur við mitt í leiknum. Ég náði ekki að detta í gang og skotin voru ekki að skila sér," sagði Ólafur við Vísi eftir leikinn í gær.

„Það er byrði sem ég verð að bera. Það mun ég gera alla ævi en ég verð þó að reyna að losna við hana fyrir leikinn á morgun. Ég hef nú 20 klukkutíma til þess."

Hann segir að leikmenn eigi ekki annan kost en að rífa sig upp fyrir bronsleikinn.

„Við verðum að gera það. Það verður auðvitað erfitt en svona er þetta. Þetta gerir handboltann að þeirri íþrótt sem hún er."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×