Handbolti

Lið Guðmundar eiga þrjú af fjórum bestu stórmótum Íslands

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands, hefur náð stórkostlegum árangri með íslenska liðið á stórmótum.
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands, hefur náð stórkostlegum árangri með íslenska liðið á stórmótum. Mynd/DIENER
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, hefur náð frábærum árangri með handboltalandsliðið en Ísland hefur unnið verðlaun á tveimur síðustu stórmótum sínum undir hans stjórn. Íslensku strákarnir unnu brons á EM í dag en þetta eru fyrstu verðlaun Íslands á Evrópumóti í handbolta frá upphafi.

Lið Guðmundar Guðmundssonar eiga nú þrjú af fjórum bestu stórmótum Íslands en það er aðeins Ólympíulið Þorbergs Aðalsteinssonar frá því í Barcelona 1992 sem kemst í þennan úrvalshóp.

Íslenska landsliðið náði fjórða sætinu á fyrsta stórmóti Guðmundar sem var á EM í Svíþjóð 2002 og vann síðan silfur á Ólympíuleikunum í Peking 2008 en það var fyrsta mótið hjá Guðmundi eftir að hann tók aftur við liðinu.

Íslenska landsliðið tryggði sér síðan bronsið í dag eftir 29-26 sigur á Pólverjum í leiknum um þriðja sætið í Vín.

Þjálfarar á tíu bestu stórmótum íslenska landsliðsins:

Guðmundur Guðmundsson 2.sæti á ÓL 2008

Guðmundur Guðmundsson 3.sæti á EM 2010

Þorbergur Aðalsteinsson 4. sæti á ÓL 1992

Guðmundur Guðmundsson 4. sæti á EM 2002

Þorbörn Jensson 5. sæti á HM 1997

Hallsteinn Hinriksson 6. sæti á HM 1961

Bogdan Kowalczyk 6. sæti á ÓL 1984

Bogdan Kowalczyk 6. sæti á HM 1986

Guðmundur Guðmundsson 7. sæti á HM 2003

Viggó Sigurðsson 7. sæti á EM 2006






Fleiri fréttir

Sjá meira


×