Erlent

Leiðtogi talibana sagður látinn

Hakimullah Mehsud. Mynd/AFP
Hakimullah Mehsud. Mynd/AFP

Hakimullah Mehsud, leiðtogi talibana í Pakistan, er sagður látinn. Fréttastofan CNN hefur þetta eftir pakistanska ríkisútvarpinu sem fullyrðir að hann hafi særst í sprengjuárás fyrr í mánuðinum og látist af sárum sínum í síðustu viku.

Rehman Malik, innanríkisráðherra landsins, segist ekki geta staðfest hvort leiðtoginn sé látinn. Það sama segir talsmaður pakistanska hersins.

Seinnihluta síðasta árs barði pakistanski herinn að miklu leyti niður sókn talibana í Swat dalnum sem er við landamæri Pakistans og Afganistans. Undanfarna mánuði hafa Bandaríkjamenn jafnframt gert þeim miklar skráveifur með eldflaugaárásum úr ómönnuðum könnunarflugvélum. Margir háttsettir foringjar og liðsmenn þeirra hafa fallið í þeim árásum, en einnig óbreyttir borgarar. Í ágúst á síðasta ári féll þáverandi leiðtogi þeirra Baitullah Mehsud í slíkri árás. Hakimullah Mehsud tók við af honum og hótaði hefndum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×