Viðskipti innlent

FME gerir samning við Bresku Jómfrúreyjar um upplýsingar

Fjármálaeftirlitið (FME) hefur gengið frá upplýsingaskiptasamningum við Fjármálaeftirlitið á Bresku Jómfrúareyjum (The British Virgin Islands Financial Services Commission) og Verðbréfaeftirlit Alberta (Alberta Securities Commission) í Kanada.

Í frétt á vefsíðu FME segir að upplýsingaskiptasamningarnir beinast að því að setja ramma sem Fjármálaeftirlitið og viðkomandi stofnanir geta stuðst við í samstarfi sínu. Í samningunum er lýst yfir vilja til að skiptast á trúnaðarupplýsingum sem gera stofnunum kleift að fullnægja eftirlitsskyldum sínum.

Bresku Jómfrúareyjar eru breskt yfirráðasvæði. Eyjarnar eru um fimmtíu talsins og eru nyrst í Litlu-Antillaeyjaklasanum. Stærsta eyjan er Tortola og þar er Road Town sem er höfuðstaðurinn. Íbúar Bresku Jómfrúareyja eru á þriðja tug þúsunda.

Alberta er sem kunnugt er eitt af fylkjum Kanada. Höfuðborg þess er er Edmonton og er fólksfjöldi á fjórðu milljón.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×