Enski boltinn

Fyrrum leikmaður Liverpool lést eftir mótorhjólaslys

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tamir Cohen í leik með Bolton.
Tamir Cohen í leik með Bolton. Nordic Photos / Getty Images

Avi Cohen, einn frægasti knattspyrnumaður Ísraels og fyrrum leikmaður Liverpool, er látinn en hann hlaut alvarlega höfuðáverka í mótorhjólaslysi í síðustu viku.

Sonur hans, Tamir Cohen, leikur með Bolton í ensku úrvalsdeildinni og greindi frá andláti föður síns á sjúkrahúsi í Tel-Aviv í dag.

Avi Cohen lék með Liverpool frá 1979 til 1981 en var þó lengst af á mála hjá Maccabi Tel Aviv í heimalandinu. Hann lék þó nokkra leiki með Rangers í Skotlandi tímabilið 1987-88.

Hann var landsliðfyrirliði Ísraels og skoraði þrjú mörk í 51 landsleik á ferlinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×