Af hverju þessi hjarðmennska? Svavar Gestsson skrifar 1. apríl 2010 06:00 Svavar Gestsson skrifar um Icesave Atvinnuleysi er böl. Ég tek það því alvarlega þegar mér er borið á brýn að hafa stuðlað að auknu atvinnuleysi." Þannig kemst einn þingmanna Icesave-meirihlutans á Alþingi að orði í grein í Fréttablaðinu. Mikið skil ég þingmanninn vel; honum finnst að hann hafi verið borinn rangri sök. Ég þekki þessa tilfinningu; ég hef fengið óþverrann yfir mig þúsund sinnum á undanförnum mánuðum eða allt frá því í júní í fyrra. Margt af því sem hellt hefur verið yfir mig hefur verið talsvert alvarlegra en það sem þingmaðurinn nefnir í tilvitnuninni hér á undan. Allt um það; viðkvæmni hans er skiljanleg. En þá er því við að bæta að síðustu þrjá daga hafa birst þrjár greinar þar sem því er lýst hvaða afleiðingar það hefur haft fyrir þjóðarbúið að ljúka ekki Icesave-málinu. Allt eru þetta málefnalegar greinar og hafa allar vakið athygli. Höfundarnir eru Magnús Orri Schram, alþingismaður, Kristinn H Gunnarsson fyrrv. alþingismaður og Ólafur Stephensen ritstjóri. Þeir benda á að þjóðarbúið hafi þegar skaðast verulega af þeim drætti sem orðið hefur á því að afgreiða Icesave-málið. Þingmaðurinn sem vitnað var til hér í upphafi er ósammála þeim þremenningum. Allt gott um það. En þeir eiga að fá að hafa sínar skoðanir - ekki rétt? - í lýðræðisríki. Og það á ekki að bregða þeim um landráð þó þeir hafi þessar skoðanir. Það hefur einmitt verið einkenni umræðunnar um Icesave að það hefur bara ein skoðun verið leyfð; það var fyrirskipuð sú hjarðskoðun í upphafi málsins að vera á móti því að gera upp Iceave-málið. Önnur hjarðskoðunin var sú að Icesave-málið væri sök Steingríms Sigfússonar eða mín eða Indriða Þorlákssonar. Við vorum og erum úthrópaðir svo fá dæmi eru slíks. Þessi hjarðmennska náði þó hámarki í þjóðaratkvæðagreiðslunni þegar þjóðinni var skipað á kjörstað um ekki neitt og þeir sem mættu ekki voru kallaðir ónefnum í blaðinu sem gefið er út á sprungusvæðinu við Rauðavatn. Eins hefur það verið þegar menn eins og Þórólfur Matthíasson eða Gunnlaugur Jónsson hafa stigið fram þá hefur verið ausið yfir þá svívirðingum. Það er ekki gott; við verðum að fá að tala saman. Sennilega er kominn tími til að stofna Málfrelsisfélag. Og það segi ég vegna þess að greininni sem vitnað var til í upphafi lýkur á þessum orðum: „Það hlýtur að vera undarleg tilfinning fyrir samninganefnd Íslands að horfa til baklands sem lítur það sem meira mál að ná einhverjum samningum en góðum samningum." Af hverju nú þetta: Af hverju að bregða þessum góðu mönnum eins og Magnúsi Orra Schram um stuðning við vonda samninga og helst verri en við getum fengið fyrir það eitt að benda á staðreyndir. Má ekki tala? Og af hverju er sá þingmaður sem hér er vitnað til í upphafi viðkvæmari en allir aðrir; af hverju tekur hann allt til sín, ber hann einn ábyrgð á Icesave-meirihlutanum? Auðvitað ekki. En það er rétt; atvinnuleysi er böl. Höfundur er fyrrverandi heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Svavar Gestsson skrifar um Icesave Atvinnuleysi er böl. Ég tek það því alvarlega þegar mér er borið á brýn að hafa stuðlað að auknu atvinnuleysi." Þannig kemst einn þingmanna Icesave-meirihlutans á Alþingi að orði í grein í Fréttablaðinu. Mikið skil ég þingmanninn vel; honum finnst að hann hafi verið borinn rangri sök. Ég þekki þessa tilfinningu; ég hef fengið óþverrann yfir mig þúsund sinnum á undanförnum mánuðum eða allt frá því í júní í fyrra. Margt af því sem hellt hefur verið yfir mig hefur verið talsvert alvarlegra en það sem þingmaðurinn nefnir í tilvitnuninni hér á undan. Allt um það; viðkvæmni hans er skiljanleg. En þá er því við að bæta að síðustu þrjá daga hafa birst þrjár greinar þar sem því er lýst hvaða afleiðingar það hefur haft fyrir þjóðarbúið að ljúka ekki Icesave-málinu. Allt eru þetta málefnalegar greinar og hafa allar vakið athygli. Höfundarnir eru Magnús Orri Schram, alþingismaður, Kristinn H Gunnarsson fyrrv. alþingismaður og Ólafur Stephensen ritstjóri. Þeir benda á að þjóðarbúið hafi þegar skaðast verulega af þeim drætti sem orðið hefur á því að afgreiða Icesave-málið. Þingmaðurinn sem vitnað var til hér í upphafi er ósammála þeim þremenningum. Allt gott um það. En þeir eiga að fá að hafa sínar skoðanir - ekki rétt? - í lýðræðisríki. Og það á ekki að bregða þeim um landráð þó þeir hafi þessar skoðanir. Það hefur einmitt verið einkenni umræðunnar um Icesave að það hefur bara ein skoðun verið leyfð; það var fyrirskipuð sú hjarðskoðun í upphafi málsins að vera á móti því að gera upp Iceave-málið. Önnur hjarðskoðunin var sú að Icesave-málið væri sök Steingríms Sigfússonar eða mín eða Indriða Þorlákssonar. Við vorum og erum úthrópaðir svo fá dæmi eru slíks. Þessi hjarðmennska náði þó hámarki í þjóðaratkvæðagreiðslunni þegar þjóðinni var skipað á kjörstað um ekki neitt og þeir sem mættu ekki voru kallaðir ónefnum í blaðinu sem gefið er út á sprungusvæðinu við Rauðavatn. Eins hefur það verið þegar menn eins og Þórólfur Matthíasson eða Gunnlaugur Jónsson hafa stigið fram þá hefur verið ausið yfir þá svívirðingum. Það er ekki gott; við verðum að fá að tala saman. Sennilega er kominn tími til að stofna Málfrelsisfélag. Og það segi ég vegna þess að greininni sem vitnað var til í upphafi lýkur á þessum orðum: „Það hlýtur að vera undarleg tilfinning fyrir samninganefnd Íslands að horfa til baklands sem lítur það sem meira mál að ná einhverjum samningum en góðum samningum." Af hverju nú þetta: Af hverju að bregða þessum góðu mönnum eins og Magnúsi Orra Schram um stuðning við vonda samninga og helst verri en við getum fengið fyrir það eitt að benda á staðreyndir. Má ekki tala? Og af hverju er sá þingmaður sem hér er vitnað til í upphafi viðkvæmari en allir aðrir; af hverju tekur hann allt til sín, ber hann einn ábyrgð á Icesave-meirihlutanum? Auðvitað ekki. En það er rétt; atvinnuleysi er böl. Höfundur er fyrrverandi heilbrigðisráðherra.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar