Button ætlar að taka áhættu 13. október 2010 16:32 Jenson Button og Lewis Hamilton hjá McLaren eru í slagnum um meistaratitilinn. Mynd: Getty Images Möguleikar Jenson Button á að verja meistaratitil ökumanna í ár fara þverrandi, eftir að hann komst ekki á verðalaunapall í síðustu keppni. Aðeins þrjú mót eru eftir og hann er í fimmta sæti í stigamótinu, en á enn möguleika á titlinum. Button hefði mögulega geta komist á verðlaunapall, ef keppnisáætlun McLaren hefði verið betur útfærð, en hann lauk keppni í fjórða sæti. Hann náði að komast framúr Lewis Hamilton þegar gírkassinn í hans bíl bilaði og þriðji gírinn tapaðist. En hvað segir Button um möguleika sína á titilvörn í síðustu þremur mótunum. "Sá sem er í stigaforystu getur ekki tekið áhættu, en sá sem er á eftir hefur meira sjálfstraust til að vera sókndjarfur. Það er minnu að tapa", sagði Button í umfjöllun á heimasíðu sinni. "Staða mín er ólík miðað við í fyrra og ég hlakka til að berjast við forystumennina, því ég hef engu að tapa. Ef baráttan gengur ekki upp, þá veit ég altént að ég hef gefið allt í þetta. Lukkan fer í hringi og við höfum ekki verið lánsamir undanfarið, þannig að það gæti vel farið svo að þetta snúist okkur í hag á næstunni", sagði Button. Hann er með 189 stig í keppni ökumanna, en fyrir framan hann eru Lewis Hamilton með 192 stig, Fernando Alonso og Sebastian Vettel 206 og efstur er Mark Webber með 220 stig. Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Möguleikar Jenson Button á að verja meistaratitil ökumanna í ár fara þverrandi, eftir að hann komst ekki á verðalaunapall í síðustu keppni. Aðeins þrjú mót eru eftir og hann er í fimmta sæti í stigamótinu, en á enn möguleika á titlinum. Button hefði mögulega geta komist á verðlaunapall, ef keppnisáætlun McLaren hefði verið betur útfærð, en hann lauk keppni í fjórða sæti. Hann náði að komast framúr Lewis Hamilton þegar gírkassinn í hans bíl bilaði og þriðji gírinn tapaðist. En hvað segir Button um möguleika sína á titilvörn í síðustu þremur mótunum. "Sá sem er í stigaforystu getur ekki tekið áhættu, en sá sem er á eftir hefur meira sjálfstraust til að vera sókndjarfur. Það er minnu að tapa", sagði Button í umfjöllun á heimasíðu sinni. "Staða mín er ólík miðað við í fyrra og ég hlakka til að berjast við forystumennina, því ég hef engu að tapa. Ef baráttan gengur ekki upp, þá veit ég altént að ég hef gefið allt í þetta. Lukkan fer í hringi og við höfum ekki verið lánsamir undanfarið, þannig að það gæti vel farið svo að þetta snúist okkur í hag á næstunni", sagði Button. Hann er með 189 stig í keppni ökumanna, en fyrir framan hann eru Lewis Hamilton með 192 stig, Fernando Alonso og Sebastian Vettel 206 og efstur er Mark Webber með 220 stig.
Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira