Erlent

Leigubílstjórinn skaut tólf til bana

Breskur leigubílstjóri skaut í dag 12 manns til bana og særði yfir 20 áður en hann framdi sjálfsmorð.

Derrick Bird virðist hafa ekið á milli smáþorpa í Cumbríuhéraði í Norðaustur Englandi og skotið á fólk af handahófi. Hann var með haglabyssu og skaut út um gluggann á bíl sínum.

Árásirnar hófust í bænum Whitehaven en alls gerði gerði Bird árásir á að minnsta kosti 13 stöðum. Hann skaut 12 manns til bana svo vitað sé og særði að minnsta kosti 25.

Skelfing greip um sig í sveitinni og fjölmennt vopnað lögreglulið var sent á vettvang. Fólki var ráðlagt að halda sig innan dyra. Leitin að Bird stóð í einar fjórar klukkustundir en þá fannst bíll hans við skóg við þorpið Boot. Inni í skóginum fannst svo líkið af Bird og haglabyssan við hlið hans.

Derrick Bird var 52 ára gamall. Hann var fráskilinn og átti tvo syni. Bird hafði verið leigubílstjóri í 23 ár. Hann þótti hæglátur en ekki einrænn og hafði aldrei komist í kast við lögin.

Mjög strangar reglur gilda um byssueign í Bretlandi og árásir með skotvopnum er fátíðar, hvað þá fjöldamorð eins og áttur sér stað í dag.


Tengdar fréttir

Lík breska byssumannsins fundið

Búið er að finna lík af manni sem talinn er hafa skotið að minnsta kosti fimm til bana í Cumbria héraði í Bretlandi í dag.

Mikil leit gerð að leigubílstjóra eftir skotárás á Englandi

Breska lögreglan leitar nú manns sem grunaður er um að hafa skotið fjölda fólks í Cumbria héraði á Englandi í morgun. Staðfest hefur verið að nokkir hafi látist í árásinni og telja breskir miðlar að fjórir hið minnsta liggi í valnum, meðal annars í bænum Whitehaven. Hinn grunaði, leigubílstjórinn Derrick Bird, 52 ára, er talinn hafa ekið um í bifreið sinni og skotið á fólk af handahófi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×