Handbolti

Ísland öruggt með sæti á HM í Svíþjóð 2011

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mynd/DIENER

Ísland komst ekki bara í undanúrslit á EM í dag heldur gulltryggði liðið sér einnig sæti á HM í Svíþjóð 2011 með því að ná undanúrslitasætinu.

Þrjú efstu liðin á EM fá sjálfkrafa þátttökurétt á HM á næsta ári en þar sem Frakkar eru þegar búnir að tryggja sér þátttökurétt á HM með því að vinna HM 2009 eru Ísland, Króatía og Pólland öll búin að vinna sér inn farseðil til Svíþjóðar.

Strákarnir okkar þurfa því ekki að taka þátt í umspili næsta sumar og fá því kærkomið frí.

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×