Innlent

Skjálftahrina undir Blöndulóni

Blöndulón
Blöndulón
Enn skelfur jörð undir Blöndulóni líkt og hún hefur gert frá því á þriðjudag. Einar Kjartansson jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands segir stærstu skjálftana hafa riðið yfir í gær. Þá voru skjálftar í morgun og sá kraftmesti þrír á richter.

Einar á enga skýringu á skjálftunum á þessu svæði. Það komi annað slagið hrinur fyrir utan stærstu skjálftasvæðin.

Hann segist ekki eiga von á stærri skjálfta í kjölfar þessarar hrinu en dæmi séu um að skjálftar allt upp í 6 á richter hafi mælst á svæðum utan aðal skjálftasvæðanna. Ef það gerist undir Blöndulóni, gæti það haft áhrif á mannvirki Landsvirkjunar á svæðinu. Vel er fylgst með jarðhræringunum í samráði við almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×