Erlent

Drottningin heimsækir Ground Zero

Elísabet Englandsdrottning ætlar á morgun heimsækja Ground Zero í New York,í fyrsta sinn. Ground Zero er nafnið á svæðinu þar sem Tvíburaturnarnir stóðu áður en hryðjuverkamenn felldu þá árið 2001.

Elísabet er í New York til þess að halda ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Slíka ræðu hefur hún ekki haldið í meira en hálfa öld.

Drottningin mun leggja blómsveig á staðnum auk þess sem hún mun opna minningagarð, þar sem 67 Breta, sem létust í árásinni, er minnst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×