Þurfa frambjóðendur til stjórnlagaþings ekki að gefa upp hagsmunatengsl sín? Kristbjörg Þórisdóttir skrifar 29. október 2010 16:15 Ég heiti Kristbjörg Þórisdóttir og er frambjóðandi til stjórnlagaþings. Ég lagði fram spurningu á borgarafundi á vegum stjórnlaganefndar sem haldinn var í Súlnasal á Hótel Sögu í síðustu viku og snerist hún um það hvort ekki verði kallað eftir því af hendi opinberra aðila að frambjóðendur til stjórnlagaþings gefi upp hagsmunatengsl sín. Sömu spurningu lagði ég fyrir fulltrúa Dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins í símtali í dag. Svörin voru þau að kynning á slíkum upplýsingum væru ekki á hendi þessara aðila heldur yrði einungis kynnt það efni sem frambjóðendur sendu inn ásamt því að bent yrði á þær vefsíður sem frambjóðendur vilja vekja athygli á. Á fundinum var vísað til þess að þetta kæmi ekki fram í Lögum um stjórnlagaþing nr. 90/2010 . Í 9. gr. þeirra stendur einungis að Dómsmálaráðuneytið skuli undirbúa kynningarefni um frambjóðendur en ekki er nánar útlistað hvaða upplýsingum þurfi að kalla eftir. Mögulegt er að fjölmiðlar muni fjalla um hagsmunatengsl frambjóðenda og nú þegar hefur vefsíðan Svipan www.svipan.is kallað eftir hagsmunatengslum sem hluta þeirra upplýsinga sem óskað er eftir frá frambjóðendum. Þetta tel ég vera jákvætt en ábyrgð á því að kalla eftir þessum upplýsingum og birta þær eigi að liggja hjá þeim sem annast kynningu á frambjóðendum samkvæmt lögunum þannig að hlutleysis sé gætt í hvívetna. Frambjóðendur til Stjórnlagaþings eru einstaklingar sem bjóða fram krafta sína til þess að taka þátt í sögulegri endurskoðun nýrrar stjórnarskrár lýðveldisins Íslands. Verkefnið á sér enga hliðstæðu. Ábyrgð þeirra sem ná kjöri á stjórnlagaþing er mikil og snýst um það að vera þátttakendur í því að endurskoða rammann um grunnstoðir íslensks samfélags. Hluta þeirra orsaka sem ollu því að hérlendis hrundi efnahagslífið má rekja til kunningjasamfélagsins, ógagnsæis, ófaglegra vinnubragða og skorts á formfestu. Þetta kemur meðal annars fram í Rannsóknarskýrslu Alþingis. Til þess að stjórnlagaþing og þingmenn þess njóti þess trausts sem nauðsynlegt er til þess að árangur náist tel ég grundvallaratriði að frambjóðendum sé gert skylt að upplýsa um sín hagsmunatengsl þannig að kjósendur geti gert upp hug sinn með upplýstum hætti. Ég spyr kjósendur að því hvort þeir muni kjósa frambjóðendur sem ekki upplýsa um hagsmunatengsl sín? Ég spyr frambjóðendur að því hvort þeir muni birta hagsmunatengsl sín? Að lokum ítreka ég fyrirspurn mína til hins opinbera um hvort ekki verði kallað eftir hagsmunatengslum frambjóðenda til stjórnlagaþings? Það væri til dæmis hægt að gera það þannig að fyrirfram mótaðar spurningar um hagsmunatengsl verði sendar til frambjóðenda og svör þeirra svo birt sem ítarefni við kynningarefni á vefnum www.kosning.is Til þess að byggja upp betra samfélag á Íslandi þurfum við að hefja verkið hér og nú! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég heiti Kristbjörg Þórisdóttir og er frambjóðandi til stjórnlagaþings. Ég lagði fram spurningu á borgarafundi á vegum stjórnlaganefndar sem haldinn var í Súlnasal á Hótel Sögu í síðustu viku og snerist hún um það hvort ekki verði kallað eftir því af hendi opinberra aðila að frambjóðendur til stjórnlagaþings gefi upp hagsmunatengsl sín. Sömu spurningu lagði ég fyrir fulltrúa Dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins í símtali í dag. Svörin voru þau að kynning á slíkum upplýsingum væru ekki á hendi þessara aðila heldur yrði einungis kynnt það efni sem frambjóðendur sendu inn ásamt því að bent yrði á þær vefsíður sem frambjóðendur vilja vekja athygli á. Á fundinum var vísað til þess að þetta kæmi ekki fram í Lögum um stjórnlagaþing nr. 90/2010 . Í 9. gr. þeirra stendur einungis að Dómsmálaráðuneytið skuli undirbúa kynningarefni um frambjóðendur en ekki er nánar útlistað hvaða upplýsingum þurfi að kalla eftir. Mögulegt er að fjölmiðlar muni fjalla um hagsmunatengsl frambjóðenda og nú þegar hefur vefsíðan Svipan www.svipan.is kallað eftir hagsmunatengslum sem hluta þeirra upplýsinga sem óskað er eftir frá frambjóðendum. Þetta tel ég vera jákvætt en ábyrgð á því að kalla eftir þessum upplýsingum og birta þær eigi að liggja hjá þeim sem annast kynningu á frambjóðendum samkvæmt lögunum þannig að hlutleysis sé gætt í hvívetna. Frambjóðendur til Stjórnlagaþings eru einstaklingar sem bjóða fram krafta sína til þess að taka þátt í sögulegri endurskoðun nýrrar stjórnarskrár lýðveldisins Íslands. Verkefnið á sér enga hliðstæðu. Ábyrgð þeirra sem ná kjöri á stjórnlagaþing er mikil og snýst um það að vera þátttakendur í því að endurskoða rammann um grunnstoðir íslensks samfélags. Hluta þeirra orsaka sem ollu því að hérlendis hrundi efnahagslífið má rekja til kunningjasamfélagsins, ógagnsæis, ófaglegra vinnubragða og skorts á formfestu. Þetta kemur meðal annars fram í Rannsóknarskýrslu Alþingis. Til þess að stjórnlagaþing og þingmenn þess njóti þess trausts sem nauðsynlegt er til þess að árangur náist tel ég grundvallaratriði að frambjóðendum sé gert skylt að upplýsa um sín hagsmunatengsl þannig að kjósendur geti gert upp hug sinn með upplýstum hætti. Ég spyr kjósendur að því hvort þeir muni kjósa frambjóðendur sem ekki upplýsa um hagsmunatengsl sín? Ég spyr frambjóðendur að því hvort þeir muni birta hagsmunatengsl sín? Að lokum ítreka ég fyrirspurn mína til hins opinbera um hvort ekki verði kallað eftir hagsmunatengslum frambjóðenda til stjórnlagaþings? Það væri til dæmis hægt að gera það þannig að fyrirfram mótaðar spurningar um hagsmunatengsl verði sendar til frambjóðenda og svör þeirra svo birt sem ítarefni við kynningarefni á vefnum www.kosning.is Til þess að byggja upp betra samfélag á Íslandi þurfum við að hefja verkið hér og nú!
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun