Siðferði stjórnlagaþings Arnfríður Guðmundsdóttir og Hjalti Hugason skrifar 22. október 2010 13:00 Lokaundirbúningur að stjórnlagaþingi 2011 er hafinn. Um 500 einstaklingar hafa svarað kalli, gefið kost á sér til þess mikilvæga hlutverks að semja tillögu að nýrri eða endurskoðaðri stjórnarskrá sem Alþingi og þjóðin mun síðan taka afstöðu til. Á þessum stóra og fjölskrúðuga hópi frambjóðenda — þar á meðal okkar sem þetta ritum — liggur sú skylda að gefa tóninn fyrir þann anda og það siðferði sem móta mun stjórnlagaþingið og tillögur þess. Sá andi mun sem sé ekki mótast einvörðungu á þinginu sjálfu heldur þegar í aðdragandanum, kosningunum og þó einkum og sér í lagi kosningaundirbúningnum. Í kjöri til stjórnlagaþings stendur valið á milli einstaklinga. Þær kosningar sem fram undan eru eiga því á hættu að falla í það far sem mótast hefur í prófkjörum stjórnmálaflokkanna, sem náðu hápunkti fyrir Alþingiskosningarnar árið 2007. Ef til vill hafa veikleikar lýðræðisins ekki opinberast skýrar í annan tíma. Með tilstyrk peningaafla var baráttan stunduð fremur í formi auglýsinga en gagnrýninnar og upplýsandi umræðu. Spyrja má hvar lýðræðislegum kosningum sleppir og hvar uppboðsmarkaður tekur við þar sem sæti á lista vinnst í krafti peninga en ekki málstaðar. Illu heilli hefur verið opnað fyrir kosningaundirbúning af þessu tagi fyrir stjórnlagaþingið með því að nefna tvær miljónir króna sem æskilegt hámark fyrir það fé er einstakir frambjóðendur mega verja til kynningar fyrir kosningarnar. Einhver kann að segja að miðað við verð á auglýsingamarkaði sé þetta þak hóflegt eða jafnvel lágt. En er það raunverulega svo? Er tryggt að í hópi frambjóðenda sé ekki að finna fólk sem farið hefur illa út úr Hruninu, fólk sem misst hefur störf sín eða stendur af öðrum ástæðum höllum fæti fjárhagslega? Er ljóst að tveggja milljón króna mörkin skerði ekki jafnræði þeirra gagnvart þeim sem haldið hafa eignum og störfum? Eiga þeir frambjóðendur sem haldið hafa fjárhagslegum styrk nú að bjóða þeim sem standa höllum fæti upp í dans upp á tvær milljónir? Hvers konar kosningaundirbúnings væntir þjóðin af þeim sem sækjast eftir því að taka þátt í að móta henni grundvallarlög til frambúðar? Væntir hún kosningaundirbúnings með prófkjörsstíl eða lágstemmdari undirbúnings þar sem málefni fá að ráða för og kynning fer fyrst og fremst fram sameiginlega, með efni sem kjörstjórn dreifir inn á heimili landsins og tryggir jafna stöðu allra 500 frambjóðendanna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Lokaundirbúningur að stjórnlagaþingi 2011 er hafinn. Um 500 einstaklingar hafa svarað kalli, gefið kost á sér til þess mikilvæga hlutverks að semja tillögu að nýrri eða endurskoðaðri stjórnarskrá sem Alþingi og þjóðin mun síðan taka afstöðu til. Á þessum stóra og fjölskrúðuga hópi frambjóðenda — þar á meðal okkar sem þetta ritum — liggur sú skylda að gefa tóninn fyrir þann anda og það siðferði sem móta mun stjórnlagaþingið og tillögur þess. Sá andi mun sem sé ekki mótast einvörðungu á þinginu sjálfu heldur þegar í aðdragandanum, kosningunum og þó einkum og sér í lagi kosningaundirbúningnum. Í kjöri til stjórnlagaþings stendur valið á milli einstaklinga. Þær kosningar sem fram undan eru eiga því á hættu að falla í það far sem mótast hefur í prófkjörum stjórnmálaflokkanna, sem náðu hápunkti fyrir Alþingiskosningarnar árið 2007. Ef til vill hafa veikleikar lýðræðisins ekki opinberast skýrar í annan tíma. Með tilstyrk peningaafla var baráttan stunduð fremur í formi auglýsinga en gagnrýninnar og upplýsandi umræðu. Spyrja má hvar lýðræðislegum kosningum sleppir og hvar uppboðsmarkaður tekur við þar sem sæti á lista vinnst í krafti peninga en ekki málstaðar. Illu heilli hefur verið opnað fyrir kosningaundirbúning af þessu tagi fyrir stjórnlagaþingið með því að nefna tvær miljónir króna sem æskilegt hámark fyrir það fé er einstakir frambjóðendur mega verja til kynningar fyrir kosningarnar. Einhver kann að segja að miðað við verð á auglýsingamarkaði sé þetta þak hóflegt eða jafnvel lágt. En er það raunverulega svo? Er tryggt að í hópi frambjóðenda sé ekki að finna fólk sem farið hefur illa út úr Hruninu, fólk sem misst hefur störf sín eða stendur af öðrum ástæðum höllum fæti fjárhagslega? Er ljóst að tveggja milljón króna mörkin skerði ekki jafnræði þeirra gagnvart þeim sem haldið hafa eignum og störfum? Eiga þeir frambjóðendur sem haldið hafa fjárhagslegum styrk nú að bjóða þeim sem standa höllum fæti upp í dans upp á tvær milljónir? Hvers konar kosningaundirbúnings væntir þjóðin af þeim sem sækjast eftir því að taka þátt í að móta henni grundvallarlög til frambúðar? Væntir hún kosningaundirbúnings með prófkjörsstíl eða lágstemmdari undirbúnings þar sem málefni fá að ráða för og kynning fer fyrst og fremst fram sameiginlega, með efni sem kjörstjórn dreifir inn á heimili landsins og tryggir jafna stöðu allra 500 frambjóðendanna?
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun