Erlent

Ég biðst afsökunar

Óli Tynes skrifar
Forstjórinn hneigði sig djúpt þegar hann baðst afsökunar.
Forstjórinn hneigði sig djúpt þegar hann baðst afsökunar. Mynd/AP

Japanskir stjórnmálamenn og viðskiptajöfrar virðast ekki eiga í vandræðum með að biðjast afsökunar ef þeim verður á í messunni.

Það mátti glöggt sjá í dag þegar Haruku Nihimatsu forstjóri flugfélagsins Japan Airlines tilkynnti að félagið hefði beðið um greiðslustöðvun.

Um leið og hann tilkynnti um afsögn sína og stjórnarinnar hneigði hans sig djúpt og baðst afsökunar á því hvernig komið væri.

Japan Airlines verður haldið gangandi með framlagi frá ríkinu og umfangsmiklar breytingar gerðar á rekstrinum til að snúa honum við.

Meðal annars verða keyptar nýjar og sparneytnari flugvélar og áætlunarferðum hætt til áfangastaða sem hafa skilað tapi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×