Hver er einn í heiminum? Bergþóra Snæbjörnsdóttir skrifar 18. janúar 2010 06:00 Bergþóra Snæbjörnsdóttir skrifar um baráttumál stúdenta Á sama tíma og íslenskir stúdentar naga blýanta eftir verðskuldað jólafrí, hírist hinn tuttugu og fjögurra ára gamli Majid Tavakoli í fangelsi einhvers staðar í Íran. Það veit enginn hvar Majid er haldið. Hið eina sem er talið fullvíst er að síðan hann var fangelsaður fyrir rúmum mánuði síðan, hefur hann þurft að þola yfirheyrslur, barsmíðar og pyntingar sem fæst okkar geta gert sér í hugarlund. Um hvað hefur Majid gerst sekur? Jú - Majid er stúdent sem hélt ræðu á friðsamlegum mótmælum háskólanema 7. desember síðastliðinn. Og hann er ekki einn. Á síðustu vikum hafa yfir 80 háskólanemar verið handteknir í Íran. En það er ekki bara í Íran sem stúdentar hafa þurft að þola ofbeldi og kúgun en sem dæmi má nefna að í ágúst síðastliðnum var fjórum stúdentum varpað í fangelsi í Simbabve fyrir að ávarpa samnemendur sína og í Hvíta-Rússlandi eru hörð viðurlög við því að taka þátt í réttindabaráttu stúdenta. Málfrelsi er ekki sjálfsagt, mannréttindi eru ekki sjálfsögð, rétturinn til náms er ekki sjálfsagður. Það eru alltaf einhverjir sem hafa barist fyrir þeim réttindum sem við teljum sjálfsögð í dag. Stúdentar hafa ætíð verið í fararbroddi þjóðfélagslegra breytinga og eru fjölmörg dæmi úr mannkynssögunni því til stuðnings. Eftir þægindi undanfarinna ára er svo komið að nú eru einstakar aðstæður í íslensku samfélagi, sem og heiminum öllum. Aðstæður sem við getum ekki hundsað. Röskva hefur ætíð haldið því á lofti að málefni sem snerta stúdenta takmarkist ekki við veggi skólans. Við erum öll stúdentar og við erum öll samfélagsþegnar. Nú, sem aldrei fyrr, þurfa stúdentar að standa saman. Stúdentaráð getur ekki lengur skorast undan þeirri ábyrgð sem fylgir því að vera stærsti málsvari stúdenta á Íslandi. Ef Stúdentaráð stendur ekki grimmilega vörðinn á öllum vígstöðvum er það máttlaust - þegar kemur að litlum málum sem stórum. Alvöru réttindabarátta krefst þess að sjá heildarmyndina. Fyrri kynslóðir börðust fyrir okkar hönd, nú er það ábyrgð okkar allra að halda þeirri baráttu lifandi. Stúdentapólitík snýst ekki bara um bílastæði og innstungur, heldur heiðarleika, jafnrétti og virðingu. Við erum öll Majid. Höfundur er oddviti Röskvu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Bergþóra Snæbjörnsdóttir skrifar um baráttumál stúdenta Á sama tíma og íslenskir stúdentar naga blýanta eftir verðskuldað jólafrí, hírist hinn tuttugu og fjögurra ára gamli Majid Tavakoli í fangelsi einhvers staðar í Íran. Það veit enginn hvar Majid er haldið. Hið eina sem er talið fullvíst er að síðan hann var fangelsaður fyrir rúmum mánuði síðan, hefur hann þurft að þola yfirheyrslur, barsmíðar og pyntingar sem fæst okkar geta gert sér í hugarlund. Um hvað hefur Majid gerst sekur? Jú - Majid er stúdent sem hélt ræðu á friðsamlegum mótmælum háskólanema 7. desember síðastliðinn. Og hann er ekki einn. Á síðustu vikum hafa yfir 80 háskólanemar verið handteknir í Íran. En það er ekki bara í Íran sem stúdentar hafa þurft að þola ofbeldi og kúgun en sem dæmi má nefna að í ágúst síðastliðnum var fjórum stúdentum varpað í fangelsi í Simbabve fyrir að ávarpa samnemendur sína og í Hvíta-Rússlandi eru hörð viðurlög við því að taka þátt í réttindabaráttu stúdenta. Málfrelsi er ekki sjálfsagt, mannréttindi eru ekki sjálfsögð, rétturinn til náms er ekki sjálfsagður. Það eru alltaf einhverjir sem hafa barist fyrir þeim réttindum sem við teljum sjálfsögð í dag. Stúdentar hafa ætíð verið í fararbroddi þjóðfélagslegra breytinga og eru fjölmörg dæmi úr mannkynssögunni því til stuðnings. Eftir þægindi undanfarinna ára er svo komið að nú eru einstakar aðstæður í íslensku samfélagi, sem og heiminum öllum. Aðstæður sem við getum ekki hundsað. Röskva hefur ætíð haldið því á lofti að málefni sem snerta stúdenta takmarkist ekki við veggi skólans. Við erum öll stúdentar og við erum öll samfélagsþegnar. Nú, sem aldrei fyrr, þurfa stúdentar að standa saman. Stúdentaráð getur ekki lengur skorast undan þeirri ábyrgð sem fylgir því að vera stærsti málsvari stúdenta á Íslandi. Ef Stúdentaráð stendur ekki grimmilega vörðinn á öllum vígstöðvum er það máttlaust - þegar kemur að litlum málum sem stórum. Alvöru réttindabarátta krefst þess að sjá heildarmyndina. Fyrri kynslóðir börðust fyrir okkar hönd, nú er það ábyrgð okkar allra að halda þeirri baráttu lifandi. Stúdentapólitík snýst ekki bara um bílastæði og innstungur, heldur heiðarleika, jafnrétti og virðingu. Við erum öll Majid. Höfundur er oddviti Röskvu.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar