Hver er einn í heiminum? Bergþóra Snæbjörnsdóttir skrifar 18. janúar 2010 06:00 Bergþóra Snæbjörnsdóttir skrifar um baráttumál stúdenta Á sama tíma og íslenskir stúdentar naga blýanta eftir verðskuldað jólafrí, hírist hinn tuttugu og fjögurra ára gamli Majid Tavakoli í fangelsi einhvers staðar í Íran. Það veit enginn hvar Majid er haldið. Hið eina sem er talið fullvíst er að síðan hann var fangelsaður fyrir rúmum mánuði síðan, hefur hann þurft að þola yfirheyrslur, barsmíðar og pyntingar sem fæst okkar geta gert sér í hugarlund. Um hvað hefur Majid gerst sekur? Jú - Majid er stúdent sem hélt ræðu á friðsamlegum mótmælum háskólanema 7. desember síðastliðinn. Og hann er ekki einn. Á síðustu vikum hafa yfir 80 háskólanemar verið handteknir í Íran. En það er ekki bara í Íran sem stúdentar hafa þurft að þola ofbeldi og kúgun en sem dæmi má nefna að í ágúst síðastliðnum var fjórum stúdentum varpað í fangelsi í Simbabve fyrir að ávarpa samnemendur sína og í Hvíta-Rússlandi eru hörð viðurlög við því að taka þátt í réttindabaráttu stúdenta. Málfrelsi er ekki sjálfsagt, mannréttindi eru ekki sjálfsögð, rétturinn til náms er ekki sjálfsagður. Það eru alltaf einhverjir sem hafa barist fyrir þeim réttindum sem við teljum sjálfsögð í dag. Stúdentar hafa ætíð verið í fararbroddi þjóðfélagslegra breytinga og eru fjölmörg dæmi úr mannkynssögunni því til stuðnings. Eftir þægindi undanfarinna ára er svo komið að nú eru einstakar aðstæður í íslensku samfélagi, sem og heiminum öllum. Aðstæður sem við getum ekki hundsað. Röskva hefur ætíð haldið því á lofti að málefni sem snerta stúdenta takmarkist ekki við veggi skólans. Við erum öll stúdentar og við erum öll samfélagsþegnar. Nú, sem aldrei fyrr, þurfa stúdentar að standa saman. Stúdentaráð getur ekki lengur skorast undan þeirri ábyrgð sem fylgir því að vera stærsti málsvari stúdenta á Íslandi. Ef Stúdentaráð stendur ekki grimmilega vörðinn á öllum vígstöðvum er það máttlaust - þegar kemur að litlum málum sem stórum. Alvöru réttindabarátta krefst þess að sjá heildarmyndina. Fyrri kynslóðir börðust fyrir okkar hönd, nú er það ábyrgð okkar allra að halda þeirri baráttu lifandi. Stúdentapólitík snýst ekki bara um bílastæði og innstungur, heldur heiðarleika, jafnrétti og virðingu. Við erum öll Majid. Höfundur er oddviti Röskvu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Bergþóra Snæbjörnsdóttir skrifar um baráttumál stúdenta Á sama tíma og íslenskir stúdentar naga blýanta eftir verðskuldað jólafrí, hírist hinn tuttugu og fjögurra ára gamli Majid Tavakoli í fangelsi einhvers staðar í Íran. Það veit enginn hvar Majid er haldið. Hið eina sem er talið fullvíst er að síðan hann var fangelsaður fyrir rúmum mánuði síðan, hefur hann þurft að þola yfirheyrslur, barsmíðar og pyntingar sem fæst okkar geta gert sér í hugarlund. Um hvað hefur Majid gerst sekur? Jú - Majid er stúdent sem hélt ræðu á friðsamlegum mótmælum háskólanema 7. desember síðastliðinn. Og hann er ekki einn. Á síðustu vikum hafa yfir 80 háskólanemar verið handteknir í Íran. En það er ekki bara í Íran sem stúdentar hafa þurft að þola ofbeldi og kúgun en sem dæmi má nefna að í ágúst síðastliðnum var fjórum stúdentum varpað í fangelsi í Simbabve fyrir að ávarpa samnemendur sína og í Hvíta-Rússlandi eru hörð viðurlög við því að taka þátt í réttindabaráttu stúdenta. Málfrelsi er ekki sjálfsagt, mannréttindi eru ekki sjálfsögð, rétturinn til náms er ekki sjálfsagður. Það eru alltaf einhverjir sem hafa barist fyrir þeim réttindum sem við teljum sjálfsögð í dag. Stúdentar hafa ætíð verið í fararbroddi þjóðfélagslegra breytinga og eru fjölmörg dæmi úr mannkynssögunni því til stuðnings. Eftir þægindi undanfarinna ára er svo komið að nú eru einstakar aðstæður í íslensku samfélagi, sem og heiminum öllum. Aðstæður sem við getum ekki hundsað. Röskva hefur ætíð haldið því á lofti að málefni sem snerta stúdenta takmarkist ekki við veggi skólans. Við erum öll stúdentar og við erum öll samfélagsþegnar. Nú, sem aldrei fyrr, þurfa stúdentar að standa saman. Stúdentaráð getur ekki lengur skorast undan þeirri ábyrgð sem fylgir því að vera stærsti málsvari stúdenta á Íslandi. Ef Stúdentaráð stendur ekki grimmilega vörðinn á öllum vígstöðvum er það máttlaust - þegar kemur að litlum málum sem stórum. Alvöru réttindabarátta krefst þess að sjá heildarmyndina. Fyrri kynslóðir börðust fyrir okkar hönd, nú er það ábyrgð okkar allra að halda þeirri baráttu lifandi. Stúdentapólitík snýst ekki bara um bílastæði og innstungur, heldur heiðarleika, jafnrétti og virðingu. Við erum öll Majid. Höfundur er oddviti Röskvu.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun