Erlent

Börn aflimuð án svæfingar á Haiti

Óli Tynes skrifar

Áhersla björgunarsveitanna á Haiti undanfarna daga hefur verið í Port au Prince. Nú er hinsvegar farið að hyggja að bæjum utan við höfuðborgina og þar er ástandið síst betra.

Sem dæmi um slæmt ástand má nefna bæinn Leogane sem er vestan við Port au Prince og ennþá nær upptökum skjálftans en höfuðborginni. Níutíu prósent húsa í Leogane hrundu á sjö sekúndum.

Enginn komst bæjarins fyrr en í gær að sveit frá læknum án landamæra braut sér leið þangað.

Fram að því þurfti heilbrigðisstarfsfólk að gera sem best það gat við skelfilegar aðstæður. Meðal sjúklinga þar er Sandyna Pierre sem er fimm ára gömul.

Í fyrrinótt tók hjúkrunarkona af henni hægri handlegginn án svæfingar. Regan Ree hjúkrunarkona sagði í viðtali við Sky fréttastofuna að ekki hefði verið um annað að ræða. Annars hefði hún dáið út blóðeitrun.

-Við höfum þurft að taka af marga útlimi með þessum hætti. Okkur hefur vantað bæði skurðlækna og lyf.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×