Háskólarannsóknir á tímum kreppu og doktorsnám á Íslandi 29. október 2010 06:00 Eiríkur Steingrímsson og Magnús Karl Magnússon skrifa: Í fyrri greinum okkar höfum fjallað um hlutverk háskóla, fjármögnun vísindaverkefna og gæðamat. Við rannsóknarháskóla er doktorsnám grundvallareining rannsóknarstarfs háskóla. Langveigamesti þáttur slíks náms er vísindaverkefni doktorsnemans en í því felst sjálfstætt rannsóknarverkefni unnið undir handleiðslu háskólakennara. Slík vísindaverkefni eru víðast burðareining rannsóknarstarfs skólans. Doktorsneminn er þannig að mestu að vinna að sínu vísindaverkefni og þiggur fyrir það laun eða styrk. Kostnaður við slíkt nám nemur 4-8 milljónum á ári vegna launa og rekstrarkostnaðar og heildarkostnaður fyrir fjögurra ára doktorsnám er því um 16-32 milljónir. Við þetta bætist síðan kostnaður við uppbyggingu rannsóknarinnviða (t.d. tæki og gagnagrunnar), launakostnaður kennara og aðstoðarfólks og ýmiss konar samrekstur. Víðast hvar erlendis eru rannsóknarverkefni doktorsnema fjármögnuð gegnum samkeppnissjóði þar sem jafningjamati er beitt og eru slíkir styrkir forsenda fyrir doktorsnáminu og um leið tryggja þeir gæði vísindaverkefnanna og doktorsnámsins. Þrátt fyrir mjög metnaðarfull markmið um fjölgun doktorsnema á síðustu árum hefur ekki átt sér stað samhliða áætlun um fjármögnun þessa námsstigs. Við Háskóla Íslands hefur fjöldi skráðra doktorsnema farið úr 36 árið 1999 í 190 árið 2006 og voru þeir í júní á þessu ári 487. Ljóst er að rekstrarfjármagn til vísindaverkefna stendur engan veginn undir þessum fjölda doktorsnema. Okkur er því fyrirmunað að skilja hvaðan fjármagnið kemur sem drífur áfram þessa sprengingu í fjölda doktorsnema. Magnús Karl Magnússon prófessor. Staðan í dag er sú að samkeppnissjóðirnir rýrna ár frá ári. Eimskipasjóður Háskóla Íslands sem veitt hefur myndarlega styrki til doktorsverkefna er að engu orðinn, styrkjum úr doktorsnemasjóði HÍ fækkar og samkeppnissjóðir í umsjón Rannís, einu sjóðirnir sem hafa þá faglegu aðferðafræði að tryggja raunveruleg gæði vísindaverkefna dragast saman ár frá ári þrátt fyrir að sókn í þá aukist verulega. Þetta er að gerast á sama tíma og við erum að leggja verulega aukna áherslu á þetta stig háskólastarfseminnar. Með öðrum orðum, við sitjum nú uppi með metnaðarfull áform um uppbyggingu doktorsnáms, hundruð doktorsnema í námi en samkeppnissjóðir sem eiga að tryggja gæði og styðja þessa uppbyggingu eru komnir að fótum fram. Það vantar talsmenn fyrir eflingu samkeppnissjóðanna. Því miður hafa yfirmenn háskólastofnana verið svo uppteknir við tryggja grunnfjárveitingar til að halda háskólunum gangandi að þeir hafa ekki veitt yfirvöldum nógu skýr skilaboð um að forsenda vísindastarfsemi þessara stofnana byggir á því að fé sé veitt beint til vísindaverkefna á forsendum gæða. Við teljum að doktorsnám við háskóla á Íslandi sé nú í uppnámi. Það sem verst er, er að sennilega munu þeir hópar sem mest hafa reitt sig á fjármagn úr samkeppnissjóðum þ.e. sterkustu vísindahópar háskólanna verða verst úti.Við teljum mikilvægt að ráðamenn vakni úr dvala og átti sig á því að enginn háskóli nær raunverulegum árangri án þess að styðja við bestu vísindamenn skólanna. Slíkan stuðning á að tryggja með því að veita raunverulegt fjármagn til vísindastarfsemi og um leið tryggja að fjármunirnir fari til þeirra vísindaverkefna sem best eru að gæðum. Um allan heim er slíkt gert með fjárveitingum í gegnum samkeppnissjóði þar sem sjálfstætt og óháð mat er lagt á hvert vísindaverkefni. Við höfum slíkt kerfi hér á landi innan sjóða sem úthluta styrkjum á grundvelli stefnu Vísinda- og tækniráðs. Þeir sjóðir eru fjársveltir en með margföldun á fjármunum til þeirra má tryggja raunverulegan grundvöll fyrir doktorsnám, þekkingarsköpun innan háskóla og fyrirsjáanlega nýsköpun íslensku samfélagi til heilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Eiríkur Steingrímsson og Magnús Karl Magnússon skrifa: Í fyrri greinum okkar höfum fjallað um hlutverk háskóla, fjármögnun vísindaverkefna og gæðamat. Við rannsóknarháskóla er doktorsnám grundvallareining rannsóknarstarfs háskóla. Langveigamesti þáttur slíks náms er vísindaverkefni doktorsnemans en í því felst sjálfstætt rannsóknarverkefni unnið undir handleiðslu háskólakennara. Slík vísindaverkefni eru víðast burðareining rannsóknarstarfs skólans. Doktorsneminn er þannig að mestu að vinna að sínu vísindaverkefni og þiggur fyrir það laun eða styrk. Kostnaður við slíkt nám nemur 4-8 milljónum á ári vegna launa og rekstrarkostnaðar og heildarkostnaður fyrir fjögurra ára doktorsnám er því um 16-32 milljónir. Við þetta bætist síðan kostnaður við uppbyggingu rannsóknarinnviða (t.d. tæki og gagnagrunnar), launakostnaður kennara og aðstoðarfólks og ýmiss konar samrekstur. Víðast hvar erlendis eru rannsóknarverkefni doktorsnema fjármögnuð gegnum samkeppnissjóði þar sem jafningjamati er beitt og eru slíkir styrkir forsenda fyrir doktorsnáminu og um leið tryggja þeir gæði vísindaverkefnanna og doktorsnámsins. Þrátt fyrir mjög metnaðarfull markmið um fjölgun doktorsnema á síðustu árum hefur ekki átt sér stað samhliða áætlun um fjármögnun þessa námsstigs. Við Háskóla Íslands hefur fjöldi skráðra doktorsnema farið úr 36 árið 1999 í 190 árið 2006 og voru þeir í júní á þessu ári 487. Ljóst er að rekstrarfjármagn til vísindaverkefna stendur engan veginn undir þessum fjölda doktorsnema. Okkur er því fyrirmunað að skilja hvaðan fjármagnið kemur sem drífur áfram þessa sprengingu í fjölda doktorsnema. Magnús Karl Magnússon prófessor. Staðan í dag er sú að samkeppnissjóðirnir rýrna ár frá ári. Eimskipasjóður Háskóla Íslands sem veitt hefur myndarlega styrki til doktorsverkefna er að engu orðinn, styrkjum úr doktorsnemasjóði HÍ fækkar og samkeppnissjóðir í umsjón Rannís, einu sjóðirnir sem hafa þá faglegu aðferðafræði að tryggja raunveruleg gæði vísindaverkefna dragast saman ár frá ári þrátt fyrir að sókn í þá aukist verulega. Þetta er að gerast á sama tíma og við erum að leggja verulega aukna áherslu á þetta stig háskólastarfseminnar. Með öðrum orðum, við sitjum nú uppi með metnaðarfull áform um uppbyggingu doktorsnáms, hundruð doktorsnema í námi en samkeppnissjóðir sem eiga að tryggja gæði og styðja þessa uppbyggingu eru komnir að fótum fram. Það vantar talsmenn fyrir eflingu samkeppnissjóðanna. Því miður hafa yfirmenn háskólastofnana verið svo uppteknir við tryggja grunnfjárveitingar til að halda háskólunum gangandi að þeir hafa ekki veitt yfirvöldum nógu skýr skilaboð um að forsenda vísindastarfsemi þessara stofnana byggir á því að fé sé veitt beint til vísindaverkefna á forsendum gæða. Við teljum að doktorsnám við háskóla á Íslandi sé nú í uppnámi. Það sem verst er, er að sennilega munu þeir hópar sem mest hafa reitt sig á fjármagn úr samkeppnissjóðum þ.e. sterkustu vísindahópar háskólanna verða verst úti.Við teljum mikilvægt að ráðamenn vakni úr dvala og átti sig á því að enginn háskóli nær raunverulegum árangri án þess að styðja við bestu vísindamenn skólanna. Slíkan stuðning á að tryggja með því að veita raunverulegt fjármagn til vísindastarfsemi og um leið tryggja að fjármunirnir fari til þeirra vísindaverkefna sem best eru að gæðum. Um allan heim er slíkt gert með fjárveitingum í gegnum samkeppnissjóði þar sem sjálfstætt og óháð mat er lagt á hvert vísindaverkefni. Við höfum slíkt kerfi hér á landi innan sjóða sem úthluta styrkjum á grundvelli stefnu Vísinda- og tækniráðs. Þeir sjóðir eru fjársveltir en með margföldun á fjármunum til þeirra má tryggja raunverulegan grundvöll fyrir doktorsnám, þekkingarsköpun innan háskóla og fyrirsjáanlega nýsköpun íslensku samfélagi til heilla.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar