Erlent

Ól áttunda hún sinn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það þykir tíðindum sæta að panda sem alin var upp í dýragarði í Bandaríkjunum hafi sjálf alið átta húna í Kína. Mynd/ afp.
Það þykir tíðindum sæta að panda sem alin var upp í dýragarði í Bandaríkjunum hafi sjálf alið átta húna í Kína. Mynd/ afp.
Risapanda sem ólst upp í dýragarði í Bandaríkjunum ól áttunda hún sinn í Kína á föstudag. AFP fréttastofan segir að um mjög fátíðan atburð sé að ræða, enda hafi gengið mjög illa að rækta risapöndur.

Samkvæmt frásögn kínverska ríkismiðilsins Xinhua, sem AFP vísar til, var pandan alin í dýragarði í San Diego í ágústmánuði árið 1999. Hún ól áttunda hún sinn á Wolong náttúruverndarsvæðinu í suðvesturhluta Kína. Húnarnir átta sem pandan hefur alið, hafa allir komið í heiminn eftir að hún var flutt frá Bandaríkjunum til Kína árið 2004.

Fáar, ef nokkrar, dýrategundir eru í meiri útrýmingarhættu en risapöndur. Um 1600 villtar pöndur eru til og um 300 lifa í dýragörðum víðsvegar um heiminn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×