Erlent

Sakaðir um að safna hauskúpum fórnarlamba sinna

Hermennirnir eru sagðir hafa verið haldnir óhugnanlegum kvalalosta.
Hermennirnir eru sagðir hafa verið haldnir óhugnanlegum kvalalosta.

Fimm bandarískir hermenn í Afganistan hafa verið sakaðir um grimmdarverk þegar þeir gegndu herskyldu þar í landi. Mennirnir eru meðal annars sagðir haldnir kvalalosta en þeir sundurlimuðu borgara sem þeir höfðu myrt og tóku myndir af líkunum.

Hermennirnir eru sagðir hafa myrt að minnsta kosti þrjá óbreytta borgara í Afganistan á tímabilinu janúar til júní. Það var herinn sjálfur sem greindi frá athæfi mannanna en sjö aðrir hermenn hafa verið handteknir og eru ákærðir fyrir tilraunir til þess að hindra rannsókn málsins.

Þá eru hermennirnir einnig ákærðir fyrir að hafa neytt fíkniefna.

Hermennirnir fimm neita allir sök. Þeir eru nú í Washington og er búist við að réttað verði yfir þeim þar í landi seinna á árinu. Bandaríski herinn óttast viðbrögð Afgana vegna grimmdarverka hermannanna. Þeir eru meðal annars sakaðir um að hafa geymt hauskúpur fórnarlamba sinna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×