Erlent

Forseti Slóvakíu í opinbera heimsókn til Íslands

Leiðtogarnir hittast á Bessastöðum.
Leiðtogarnir hittast á Bessastöðum.

Ivan Gasparovic forseti Slóvakíu kemur hingað til lands síðdegis í dag í opinbera heimsókn í boði Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands.

Gasparovic fundar með Ólafi Ragnari á Bessastöðum klukkan hálf fimm og ræða forsetarnir síðan við fréttamenn. Í fyrramálið heimsækir forseti Slóvakíu Alþingi og fundar með þingmönnum og síðan Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra.

Í hádeginu sitja forsetarnir ásamt utanríkisráðherra Slóvakíu hádegisverðarfund í boði Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra.

Heimsókn Slóvakíuforseta lýkur svo eftir heimsókn til Þingvalla síðdegis á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×