Erlent

23 létust í tveimur bílasprengingum

Tvær bílasprengjur sprungu í Írak í dag og urðu 23 að bana. Sprengjurnar sprungu á sitthvorum staðnum í Norður-Bagdad og særðu um 100 manns.

Samkvæmt fréttastofu AFP urðu sprengingarnar nærri símafyrirtæki í borginni en ekki er ljóst hvort það hafi verið skotmark hryðjuverkamannanna. Á sama svæði eru einnig vegatálmar auk veitingastaða.

Ofbeldishrina hefur riðið yfir Írak í sumar en júlí og ágúst voru blóðugustu mánuðir í rúmt ár í Írak. Flestar árásirnar hafa beinst að íröskum borgurum og lögreglumönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×