Fjármál stjórnmálasamtaka 11. febrúar 2010 12:05 Nokkuð hefur verið fjallað um fjármál stjórnmálasamtaka að undanförnu. Nú ber svo við að forsætisráðherra hefur skipað nefnd sem hefur með endurskoðun laga um fjármál stjórnmálasamtaka að gera. Lögin sem um ræðir eru nr. 162/2006. Í 1. gr. laganna segir: „Tilgangur laga þessara er að kveða á um fjárframlög til stjórnmálasamtaka og stjórnmálastarfsemi, draga úr hættu á hagsmunaárekstrum og tryggja gagnsæi í fjármálum. Markmið laganna er að auka traust á stjórnmálastarfsemi og efla lýðræðið." Hagsmunir fjölmiðla Erfitt er að fjalla um stjórnmálasamtök á Íslandi og fjármál þeirra án þess að gefa fjölmiðlum gaum í tilteknu samhengi. Þetta kemur til dæmis fram í grein Einars Árnasonar, hagfræðings, Lýðræði fjármagnsins, sem birt var í BSRB tíðindum í maí 2009. Að hluta til byggir greinin á því sem fram kemur í bókinni Delegation and Accountability in Parliamentary Democracies sem Oxford University Press gaf út árið 2004 en Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, ritaði kafla um Ísland í þeirri bók. Í grein Einars segir m.a. „Ísland er eina Evrópulandið sem heimilar auglýsingar stjórnmálaflokka í ljósvakamiðlum án takmarkana. Almenna reglan í Evrópu er sú að auglýsingar flokkanna eru bannaðar eða a.m.k. mjög takmarkaðar, hvort sem er í útvarpi eða sjónvarpi. Þannig er leitast við að koma í veg fyrir fjármálatengsl styrkveitenda og flokka. Um leið er verið að hindra að ljósvakamiðlar verði háðir auglýsingatekjum stjórnmálaafla; að útvarps- og sjónvarpsstöðvar fái hugsanlega miklar tekjur frá sumum flokkum en ekki öðrum, það er þeim sem hafa lítið fjárhagslegt bolmagn. … Til að auka tjáningarfrelsi og draga úr ofurvaldi peninga í stjórnmálum senda þjóðir Evrópu reglulega út efni frá stjórnmálaflokkum, bæði í sjónvarpi og útvarpi, endurgjaldslaust. Útsendingar eru bæði milli kosninga og með meiri tíðni þegar nær dregur kosningum. Þetta á t.d. við um útsendingar stjórnmálaflokka í Bretlandi, sem birtast á samtengdum rásum bæði ríkis- og einkasjónvarpsstöðva, án endurgjalds (Party Political Broadcast)." Á grundvelli ofangreinds hefur þeirri tillögu verið beint til nefndarinnar að hún beiti sér fyrir því að gerð verði samantekt á evrópsku regluverki hvað þessi mál varðar og að íslensk lög verði aðlöguð að því fyrirkomulagi sem ákjósanlegast er. Draga þarf úr fjárþörf stjórnmálasamtaka Á fjárlögum ársins 2010 er gert ráð fyrir 393 milljónum í framlög til stjórmálasamtaka að meðtöldum þingflokkum. Það er 10% niðurskurður frá fyrra ári. Erfitt er að réttlæta svo há fjárframlög til stjórnmálasamtaka. Við afgreiðslu fjárlaga ársins 2010 lögðu þingmenn Hreyfingarinnar til að framlög til stjórnmálaflokka yrðu lækkuð um 60%. Eins var lagt til að í framtíðinni fái stjórnmálasamtök fé sem nægi til reksturs skrifstofu og fundaraðstöðu af hóflegri stærð og til greiðslu launa fyrir framkvæmdastjóra og einn starfsmann að auki. Aukinheldur var lagt til að framlaginu verði framvegis skipt jafnt á milli stjórnmálasamtaka. Þó að ofangreindar tillögur hafi ekki náð fram að ganga við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2010 er ekki útilokað að nefndin sem hefur með endurskoðun laganna að gera muni taka góðum ábendingum vel því flest hljótum við að hafa áhuga á að auka traust á stjórnmálastarfsemi og efla lýðræðið. Höfundar: Baldvin Jónsson, varaþingmaður Hreyfingarinnar og Þórður Björn Sigurðsson, fulltrúi Hreyfingarinnar í nefnd um endurskoðun laga um fjármál stjórnmálaflokkanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Nokkuð hefur verið fjallað um fjármál stjórnmálasamtaka að undanförnu. Nú ber svo við að forsætisráðherra hefur skipað nefnd sem hefur með endurskoðun laga um fjármál stjórnmálasamtaka að gera. Lögin sem um ræðir eru nr. 162/2006. Í 1. gr. laganna segir: „Tilgangur laga þessara er að kveða á um fjárframlög til stjórnmálasamtaka og stjórnmálastarfsemi, draga úr hættu á hagsmunaárekstrum og tryggja gagnsæi í fjármálum. Markmið laganna er að auka traust á stjórnmálastarfsemi og efla lýðræðið." Hagsmunir fjölmiðla Erfitt er að fjalla um stjórnmálasamtök á Íslandi og fjármál þeirra án þess að gefa fjölmiðlum gaum í tilteknu samhengi. Þetta kemur til dæmis fram í grein Einars Árnasonar, hagfræðings, Lýðræði fjármagnsins, sem birt var í BSRB tíðindum í maí 2009. Að hluta til byggir greinin á því sem fram kemur í bókinni Delegation and Accountability in Parliamentary Democracies sem Oxford University Press gaf út árið 2004 en Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, ritaði kafla um Ísland í þeirri bók. Í grein Einars segir m.a. „Ísland er eina Evrópulandið sem heimilar auglýsingar stjórnmálaflokka í ljósvakamiðlum án takmarkana. Almenna reglan í Evrópu er sú að auglýsingar flokkanna eru bannaðar eða a.m.k. mjög takmarkaðar, hvort sem er í útvarpi eða sjónvarpi. Þannig er leitast við að koma í veg fyrir fjármálatengsl styrkveitenda og flokka. Um leið er verið að hindra að ljósvakamiðlar verði háðir auglýsingatekjum stjórnmálaafla; að útvarps- og sjónvarpsstöðvar fái hugsanlega miklar tekjur frá sumum flokkum en ekki öðrum, það er þeim sem hafa lítið fjárhagslegt bolmagn. … Til að auka tjáningarfrelsi og draga úr ofurvaldi peninga í stjórnmálum senda þjóðir Evrópu reglulega út efni frá stjórnmálaflokkum, bæði í sjónvarpi og útvarpi, endurgjaldslaust. Útsendingar eru bæði milli kosninga og með meiri tíðni þegar nær dregur kosningum. Þetta á t.d. við um útsendingar stjórnmálaflokka í Bretlandi, sem birtast á samtengdum rásum bæði ríkis- og einkasjónvarpsstöðva, án endurgjalds (Party Political Broadcast)." Á grundvelli ofangreinds hefur þeirri tillögu verið beint til nefndarinnar að hún beiti sér fyrir því að gerð verði samantekt á evrópsku regluverki hvað þessi mál varðar og að íslensk lög verði aðlöguð að því fyrirkomulagi sem ákjósanlegast er. Draga þarf úr fjárþörf stjórnmálasamtaka Á fjárlögum ársins 2010 er gert ráð fyrir 393 milljónum í framlög til stjórmálasamtaka að meðtöldum þingflokkum. Það er 10% niðurskurður frá fyrra ári. Erfitt er að réttlæta svo há fjárframlög til stjórnmálasamtaka. Við afgreiðslu fjárlaga ársins 2010 lögðu þingmenn Hreyfingarinnar til að framlög til stjórnmálaflokka yrðu lækkuð um 60%. Eins var lagt til að í framtíðinni fái stjórnmálasamtök fé sem nægi til reksturs skrifstofu og fundaraðstöðu af hóflegri stærð og til greiðslu launa fyrir framkvæmdastjóra og einn starfsmann að auki. Aukinheldur var lagt til að framlaginu verði framvegis skipt jafnt á milli stjórnmálasamtaka. Þó að ofangreindar tillögur hafi ekki náð fram að ganga við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2010 er ekki útilokað að nefndin sem hefur með endurskoðun laganna að gera muni taka góðum ábendingum vel því flest hljótum við að hafa áhuga á að auka traust á stjórnmálastarfsemi og efla lýðræðið. Höfundar: Baldvin Jónsson, varaþingmaður Hreyfingarinnar og Þórður Björn Sigurðsson, fulltrúi Hreyfingarinnar í nefnd um endurskoðun laga um fjármál stjórnmálaflokkanna.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun