Handbolti

Spænskir dómarar í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Vín skrifar
Guðmundur Guðmundsson ræðir við dómara eftir leik á EM.
Guðmundur Guðmundsson ræðir við dómara eftir leik á EM. Mynd/DIENER/Leena Manhart
Það verður spænskt dómarapar sem mun dæma leik Noregs og Íslands í lokaumferð milliriðlakeppninnar á EM í Noregi í dag.

Þetta eru þeir Gregorio Muro og Alfonso Rodriguez og dæma nú í fjórða sinn á mótinu.

Þeir byrjuðu á því að dæma leik Króatíu og Noregs í Graz á fyrsta keppnisdegi mótsins og fóru svo til Linz þar sem þeir dæmdu viðureign Austurríkis og Serbíu nú um helgina.

Þeir dæmdu svo leik Rússlands og Danmörkur hér í Vínarborg á mánudaginn síðastliðinn.

Leikur Noregs og Íslands hefst klukkan 15.00 og verður í beinni lýsingu á Vísi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×