Erlent

Olía leidd upp á pramma

Fjölmargar tilraunir til að stoppa lekann hafa hingað til mistekist en forráðamenn breska olíufélagsins segja að hugsanlega verði hægt að stöðva lekann á um viku.
Fjölmargar tilraunir til að stoppa lekann hafa hingað til mistekist en forráðamenn breska olíufélagsins segja að hugsanlega verði hægt að stöðva lekann á um viku. Mynd/AP
Forráðamenn breska olíurisans BP segja að fyrirtækið hafi stigið mikilvægt skref í að stöðva olíulekann á Mexíkóflóa. Hugsanlega verður búið að koma í veg fyrir lekann eftir viku.

Það var 20. apríl síðastliðinn sem stór olíuborpallur BP sökk í flóanum með þeim afleiðingum að olía hefur lekur nú í hafið og ógnar fiskimiðum, fjölbreyttu dýralífi við ströndina og stórum fenjasvæðum í kring sem eru mikilvæg fyrir margar plöntur og fugla. Um 800 þúsund lítrar af olíu streyma út í hafið úr borholunni á degi hverjum, að sögn BP en sérfræðingar telja að magnið sé mun meira. Enn er unnið að því að setja upp flotgirðingar til að verja viðkvæmar strendur flóans.

Fjölmargar tilraunir til að stoppa lekann hafa hingað til mistekist en forráðamenn breska olíufélagsins segja að hugsanlega verði hægt að stöðva lekann á um viku. Tekist hefði að koma fyrir röri í borholunni og nú sé olía leidd upp í olíuflutningapramma. Enn leki þó umtalsvert magn af olíu í hafið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×