Webber myndi bjarga Vettel frá drukknun 5. júlí 2010 16:15 Hluti Red Bull liðsins var á Goodwood aksturshátíðinni í Bretlandi um helgina. Mynd: Getty Images Mark Webber sem hefur verið meðal þeirra efstu í stigamótinu á þessu ári segir að Ferrari sé ekkert búiði að vera, þó liðið hafi ekki unnið sigur frá því í fyrsta mótinu. "Það er aldrei hægt að afskrifa Ferrari. Það er sterkt lið og Fernando er traustur ökumaður, þannig að þessir gaurar verða í slagnum", sagði Webber í frétt á autosport.com, sem vitnar í ummæli á BBC. "Baráttan er stórkostleg og ég nýt hennar. Það eru margir ökumenn sem eiga eftir að vinna og nokkrir okkar hafa unnið tvö mót. Það væri gaman að vera sá fyrsti sem nær þriðja og fjórða sigrinum og ná þannig slagkraftinum." Webber hefur ekki gengið sem best að undanförnu, eftir að hafa verið í efsta sæti stigalistans um tíma. Hann velti harkalega í síðustu keppni í Valencia en slapp ómeiddur. "Við reynum að ná öllum mögulegum stigum, en það gekk illa í Valencia og ég náði bara fimmta sæti Montreal. Í Istanbul var ég á verðlaunapall, sem var ekki alslæmt. Við höldum baráttunni áfram", sagði Webber. Varðandi innabúðarslag hans og Vettels upp á síðkastið sagði Webber; "Við erum ekki að setja sykurinn í teið hjá hvor öðrum, en það er viðbúið. Það er mikið í húfi og við pressum á hvorn annan til að ná árangri, hver á sinn hátt. Ef hann væri að drukkna í sjónum myndi ég bjarga honum. Ég hata hann ekki, en við erum í samkeppni", sagði Webber. Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Mark Webber sem hefur verið meðal þeirra efstu í stigamótinu á þessu ári segir að Ferrari sé ekkert búiði að vera, þó liðið hafi ekki unnið sigur frá því í fyrsta mótinu. "Það er aldrei hægt að afskrifa Ferrari. Það er sterkt lið og Fernando er traustur ökumaður, þannig að þessir gaurar verða í slagnum", sagði Webber í frétt á autosport.com, sem vitnar í ummæli á BBC. "Baráttan er stórkostleg og ég nýt hennar. Það eru margir ökumenn sem eiga eftir að vinna og nokkrir okkar hafa unnið tvö mót. Það væri gaman að vera sá fyrsti sem nær þriðja og fjórða sigrinum og ná þannig slagkraftinum." Webber hefur ekki gengið sem best að undanförnu, eftir að hafa verið í efsta sæti stigalistans um tíma. Hann velti harkalega í síðustu keppni í Valencia en slapp ómeiddur. "Við reynum að ná öllum mögulegum stigum, en það gekk illa í Valencia og ég náði bara fimmta sæti Montreal. Í Istanbul var ég á verðlaunapall, sem var ekki alslæmt. Við höldum baráttunni áfram", sagði Webber. Varðandi innabúðarslag hans og Vettels upp á síðkastið sagði Webber; "Við erum ekki að setja sykurinn í teið hjá hvor öðrum, en það er viðbúið. Það er mikið í húfi og við pressum á hvorn annan til að ná árangri, hver á sinn hátt. Ef hann væri að drukkna í sjónum myndi ég bjarga honum. Ég hata hann ekki, en við erum í samkeppni", sagði Webber.
Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira