Erlent

Skaut manninn tvisvar í hausinn -sýknuð

Óli Tynes skrifar
Ég vil skilnað.
Ég vil skilnað.

Áströlsk kona hefur verið sýknuð af morðákæru eftir að hún gaf manni sínum svefnlyf og skaut hann svo í höfuðið.

Tveim klukkustundum eftir að Susan Falls skaut eiginmanninn var hún ekki alveg viss um að hann væri dáinn, svo hún skaut hann aftur í höfuðið.

Tvær dætur þeirra hjóna á táningsaldri voru hjá og fylgdust með þessu. Mæðgurnar létu líkið liggja í húsinu í þrjá daga.

Þá borgaði eiginkonan þrem mönnum fyrir að taka líkið og dysja það úti í skógi. Karlmennirnir þrír voru einnig sýknaðir af öllum ákærum.

Fyrir rétti sagði Susan Falls að eiginmaðurinn hefði misþyrmt henni öll þau tuttugu ár sem þau voru gift.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×