Erlent

Frakkar sleppa morðingja

Óli Tynes skrifar

Frakkar hafa sleppt úr fangelsi Írana sem myrti Shahpour Bakhtiar fyrrverandi forsætisráðherra Írans árið 1991.

Ali Vakili Rad myrti hinn 76 ára gamla Bakhtiar á heimili hans í París. Hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið árið 1994.

Bakthiar var síðasti forsætisráðherra Írans meðan það var ennþá undir keisarastjórn. Morðingi hans er hetja í heimalandi sínu þar sem litið var á Bakhtiar sem andbyltingarsinna.

Vakili Rad er annar Íraninn sem Frakkar sleppa úr fangelsi á innan við tveim vikum.

Það hefur leitt til vangaveltna um að þeim hafi verið sleppt í skiptum fyrir unga franska konu sem nýlega var sleppt úr fangelsi í Íran. Hún hafði verið dæmd í tíu ára fangelsi fyrir njósnir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×