Gleðjumst yfir miklum árangri 4. nóvember 2010 06:00 Í jákvæðni og bjartsýni er falið mikið uppbyggjandi afl. Í slíkum þankagangi liggur kraftur sem byggir upp og knýr einstaklinga áfram. Þennan uppbyggjandi kraft þarf íslenskt samfélag að næra og virkja enda þurfum við sárlega á honum að halda um þessar mundir. Íslenskt samfélag hefur frá hruni gengið í gegnum ákveðið sorgarferli. Eðlilegur þáttur í slíku ferli er að takast á við reiði, kvíða og jafnvel vonleysi á stundum. Mikilvægur hluti af endurreisninni er að sigrast á þessum niðurbrjótandi tilfinningum og koma í veg fyrir að neikvæðnin grafi um sig með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Öll höfum við hlutverki að gegna í þessum efnum en fjölmiðlar, stjórnmálamenn og talsmenn hagsmunasamtaka verða að ganga á undan með góðu fordæmi. Þrátt fyrir áföllin og skaðann sem hrunið hefur valdið höfum við fulla ástæðu til bjartsýni um framhaldið og við getum sannarlega glaðst yfir mörgum mikilvægum áföngum sem hafa náðst í endurreisninni á liðnum tveimur árum. Við eigum að halda þessum árangri til haga. Gleðjumst yfir því að dregið hefur úr atvinnuleysi, það var 7,1% í september, samanborið við 9,3% í upphafi árs þegar það fór hæst. Störfum er nú farið að fjölga á ný og hefur þeim fjölgað um 2.500 frá öðrum ársfjórðungi í fyrra til sama tíma í ár. Gleðjumst yfir því að gengi krónunnar hefur styrkst um 13% á undanförnum 12 mánuðum. Öll heimili njóta þessarar þróunar með margvíslegum hætti. Gleðjumst yfir því að stýrivextir hafa lækkað um 12,5% prósentustig, úr 18% í 5,50% og ekki verið lægri í rúm sex ár. Í kjölfarið hafa vextir banka og fjármálastofnana lækkað. Gleðjumst yfir því að verðbólgan hefur ekki verið lægri í fimm ár og tólf mánaða breyting verðlags er aðeins 3,3%. Gleðjumst yfir því að umskipti hafa orðið á afkomu ríkissjóðs. Á fjórum árum mun halli ríkissjóðs fara úr 216 milljörðum árið 2008 í 36,4 milljarða 2011. Afkomubati sem nemur um 180 milljörðum eða 39% af tekjum ríkissjóðs á yfirstandandi ári. Gleðjumst yfir því að á stuttum tíma hefur skuldatryggingarálagið farið úr 600 punktum niður undir 280 punkta, vöruskiptajöfnuður hefur verið jákvæður í langan tíma, íbúðarverð er farið að vaxa á ný og kaupmáttur launa hefur vaxið um 2,2% á liðnu ári. Alla þessa ánægjulegu þætti er hollt að hafa í huga þó ekki dragi það úr þeim miklu erfiðleikum sem víða er við að etja í samfélaginu, ekki síst hjá hinum skuldsettu og þeim sem hafa lægstar tekjurnar. Enn höfum við sem þjóð mikil og vandasöm verk að vinna en þau verða grundvölluð á þeim mikla árangri sem þegar hefur náðst. Gleðjumst yfir áfangasigrunum og höldum bjartsýn áfram endurreisnarstarfinu. Nærum og hlúum að því sem byggir upp og hvetur okkur áfram. Af nógu er að taka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í jákvæðni og bjartsýni er falið mikið uppbyggjandi afl. Í slíkum þankagangi liggur kraftur sem byggir upp og knýr einstaklinga áfram. Þennan uppbyggjandi kraft þarf íslenskt samfélag að næra og virkja enda þurfum við sárlega á honum að halda um þessar mundir. Íslenskt samfélag hefur frá hruni gengið í gegnum ákveðið sorgarferli. Eðlilegur þáttur í slíku ferli er að takast á við reiði, kvíða og jafnvel vonleysi á stundum. Mikilvægur hluti af endurreisninni er að sigrast á þessum niðurbrjótandi tilfinningum og koma í veg fyrir að neikvæðnin grafi um sig með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Öll höfum við hlutverki að gegna í þessum efnum en fjölmiðlar, stjórnmálamenn og talsmenn hagsmunasamtaka verða að ganga á undan með góðu fordæmi. Þrátt fyrir áföllin og skaðann sem hrunið hefur valdið höfum við fulla ástæðu til bjartsýni um framhaldið og við getum sannarlega glaðst yfir mörgum mikilvægum áföngum sem hafa náðst í endurreisninni á liðnum tveimur árum. Við eigum að halda þessum árangri til haga. Gleðjumst yfir því að dregið hefur úr atvinnuleysi, það var 7,1% í september, samanborið við 9,3% í upphafi árs þegar það fór hæst. Störfum er nú farið að fjölga á ný og hefur þeim fjölgað um 2.500 frá öðrum ársfjórðungi í fyrra til sama tíma í ár. Gleðjumst yfir því að gengi krónunnar hefur styrkst um 13% á undanförnum 12 mánuðum. Öll heimili njóta þessarar þróunar með margvíslegum hætti. Gleðjumst yfir því að stýrivextir hafa lækkað um 12,5% prósentustig, úr 18% í 5,50% og ekki verið lægri í rúm sex ár. Í kjölfarið hafa vextir banka og fjármálastofnana lækkað. Gleðjumst yfir því að verðbólgan hefur ekki verið lægri í fimm ár og tólf mánaða breyting verðlags er aðeins 3,3%. Gleðjumst yfir því að umskipti hafa orðið á afkomu ríkissjóðs. Á fjórum árum mun halli ríkissjóðs fara úr 216 milljörðum árið 2008 í 36,4 milljarða 2011. Afkomubati sem nemur um 180 milljörðum eða 39% af tekjum ríkissjóðs á yfirstandandi ári. Gleðjumst yfir því að á stuttum tíma hefur skuldatryggingarálagið farið úr 600 punktum niður undir 280 punkta, vöruskiptajöfnuður hefur verið jákvæður í langan tíma, íbúðarverð er farið að vaxa á ný og kaupmáttur launa hefur vaxið um 2,2% á liðnu ári. Alla þessa ánægjulegu þætti er hollt að hafa í huga þó ekki dragi það úr þeim miklu erfiðleikum sem víða er við að etja í samfélaginu, ekki síst hjá hinum skuldsettu og þeim sem hafa lægstar tekjurnar. Enn höfum við sem þjóð mikil og vandasöm verk að vinna en þau verða grundvölluð á þeim mikla árangri sem þegar hefur náðst. Gleðjumst yfir áfangasigrunum og höldum bjartsýn áfram endurreisnarstarfinu. Nærum og hlúum að því sem byggir upp og hvetur okkur áfram. Af nógu er að taka.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun