Erlent

Páfinn birtir playlistann sinn

Benedict páfi í ökuferð um Parísarborg. Mögulega að hlusta á Michael Jackson.
Benedict páfi í ökuferð um Parísarborg. Mögulega að hlusta á Michael Jackson.

Dagblað Vatikansins birti í dag tíu laga listan yfir þær hljómplötur sem ritstjórnin þar á bæ, sem væntanlega lýtur valdi páfans, myndi taka með sér á eyðieyju. Á meðal verka sem komast á listann má nefna Thriller með Michael Jackson, The Dark Side of the Moon með Pink Floyd og Revolver Bítlanna.

Þá má nefna Graceland með Paul Simon, Carlos Santana með plötu sína Supernatural og hina trúræknu Oasis bræður með plötuna What's the Story Morning Glory.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×