Leiðin úr kreppunni Stefán Ólafsson skrifar 28. maí 2010 06:00 Að missa vinnuna til lengri tíma er dauðans alvara. Að missa húsnæði ofan af fjölskyldunni er líka dauðans alvara. Að reka grunnskóla, orkuveitu, velferðarþjónustu og samgöngukerfi er alvörumál. Að ráðstafa miklum skattpeningum almennings er mikið ábyrgðar- og alvörumál. Við Íslendingar súpum nú seyðið af því að hafa látið róttæka frjálshyggjumenn leiða samfélagið í þrot. Frjálshyggjumenn höfðu oftrú á markaði, auðmönnum og bröskurum og leyfðu þeim að ræna samfélagið. Í krafti afskiptaleysisstefnu frjálshyggjunnar stigu stjórnmálamenn til hliðar og gerðust áhorfendur þegar auðmenn sugu fé út úr bönkum og fyrirtækjum og skildu eftir fjallháar skuldir hvert sem litið er. Samfélagið þarf nú að takast á við það. Þessi skelfilega framvinda sem varð frá um 1998 til 2008 á að vera okkur öllum alvöru lexía. Við þurfum að bregðast við af festu. Efla lýðræðið og stjórnsýsluna, en hemja markaðinn og auðmennina. Stjórnmál þurfa að vera þess megnug að verja hag almennings gegn sérhagsmunum gráðugra braskara. Ríkisstjórnin sem nú situr hefur sett sér að sækja fyrirmyndir til norrænu velferðarríkjanna. Það er gott því þar er að finna farsælustu samfélög jarðarinnar. Ríkisstjórnin er reyndar að ná mikilvægum árangri við endurreisnina, þrátt fyrir óvenju erfiðar aðstæður og mikið mótlæti. Borgaryfirvöld hafa líka stórt hlutverk í endurreisninni. Þótt stjórnmál frjálshyggjunnar í Sjálfstæðisflokknum hafi brugðist með skelfilegum afleiðingum eigum við ekki að afneita lýðræðinu. Við eigum að bæta það. Stefna því í rétta átt. Saga 20. aldarinnar kennir okkur að jafnaðarmenn hafa haft bestu stefnuna til að vinna bug á djúpum kreppum. Það var reyndin í kreppunni miklu á 4. áratugnum, bæði hjá norrænu þjóðunum og á stjórnartíma Roosevelt forseta í Bandaríkjunum. Svo er enn. Við Reykvíkingar eigum nú að kjósa heiðarlega fulltrúa slíkra sjónarmiða í Samfylkingu, VG eða Framsóknarflokki. Við eigum að forðast frjálshyggjufólk og ábyrgðarlausa grínara sem mæla glottandi með kókaínneyslu. Þetta er alvörumál. Lýðræðið á að efla en ekki gera það hlægilegra en varð á frjálshyggjutímanum. Vettvangur grínaranna er bestur annars staðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Að missa vinnuna til lengri tíma er dauðans alvara. Að missa húsnæði ofan af fjölskyldunni er líka dauðans alvara. Að reka grunnskóla, orkuveitu, velferðarþjónustu og samgöngukerfi er alvörumál. Að ráðstafa miklum skattpeningum almennings er mikið ábyrgðar- og alvörumál. Við Íslendingar súpum nú seyðið af því að hafa látið róttæka frjálshyggjumenn leiða samfélagið í þrot. Frjálshyggjumenn höfðu oftrú á markaði, auðmönnum og bröskurum og leyfðu þeim að ræna samfélagið. Í krafti afskiptaleysisstefnu frjálshyggjunnar stigu stjórnmálamenn til hliðar og gerðust áhorfendur þegar auðmenn sugu fé út úr bönkum og fyrirtækjum og skildu eftir fjallháar skuldir hvert sem litið er. Samfélagið þarf nú að takast á við það. Þessi skelfilega framvinda sem varð frá um 1998 til 2008 á að vera okkur öllum alvöru lexía. Við þurfum að bregðast við af festu. Efla lýðræðið og stjórnsýsluna, en hemja markaðinn og auðmennina. Stjórnmál þurfa að vera þess megnug að verja hag almennings gegn sérhagsmunum gráðugra braskara. Ríkisstjórnin sem nú situr hefur sett sér að sækja fyrirmyndir til norrænu velferðarríkjanna. Það er gott því þar er að finna farsælustu samfélög jarðarinnar. Ríkisstjórnin er reyndar að ná mikilvægum árangri við endurreisnina, þrátt fyrir óvenju erfiðar aðstæður og mikið mótlæti. Borgaryfirvöld hafa líka stórt hlutverk í endurreisninni. Þótt stjórnmál frjálshyggjunnar í Sjálfstæðisflokknum hafi brugðist með skelfilegum afleiðingum eigum við ekki að afneita lýðræðinu. Við eigum að bæta það. Stefna því í rétta átt. Saga 20. aldarinnar kennir okkur að jafnaðarmenn hafa haft bestu stefnuna til að vinna bug á djúpum kreppum. Það var reyndin í kreppunni miklu á 4. áratugnum, bæði hjá norrænu þjóðunum og á stjórnartíma Roosevelt forseta í Bandaríkjunum. Svo er enn. Við Reykvíkingar eigum nú að kjósa heiðarlega fulltrúa slíkra sjónarmiða í Samfylkingu, VG eða Framsóknarflokki. Við eigum að forðast frjálshyggjufólk og ábyrgðarlausa grínara sem mæla glottandi með kókaínneyslu. Þetta er alvörumál. Lýðræðið á að efla en ekki gera það hlægilegra en varð á frjálshyggjutímanum. Vettvangur grínaranna er bestur annars staðar.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun