Erlent

Valdarán líklega framið

Líklegt þykir að valdarán hafi verið framið í Níger í Vestur-Afríku. Hermenn með alvæpni réðust inn í forsetahöllina um miðjan dag, og hafði ekkert spurst til Mamadou Tandja forseta í gærkvöldi.

Reykur barst frá forsetahöllinni eftir um 20 mínútna skotbardaga milli hermanna og lífvarða forsetans. Vitni sagði hermennina hafa fært forsetann á brott.

Níger var svo til útilokað frá samfélagi þjóðanna eftir að forsetinn breytti stjórnarskrá til að halda völdum og fá sjálfum sér alræðisvald í hendur í desember síðastliðnum. - bj






Fleiri fréttir

Sjá meira


×