Lífið

Penn leggur hönd á plóg

Sean Penn dvelur á Haítí þar sem hann vinnur ýmis hjálparstörf.
Sean Penn dvelur á Haítí þar sem hann vinnur ýmis hjálparstörf.
Leikarinn Sean Penn hefur dvalið í Haítí frá því að jarðskjálftarnir skóku landið og starfar þar við hjálparstarf og endurbyggingu borga. Í viðtali við tímaritið Vanity Fair segir Penn að þetta sé í fyrsta sinn sem hann hafi haft tíma til að sinna hjálparstarfi sem þessu. „Ég var giftur í tuttugu ár og hef sinnt börnum mínum síðustu átján árin. Ég hafði ekki tíma til að sinna starfi sem þessu þá. En nú er ég einhleypur og get rétt hjálparhönd."

Þegar hann var svo spurður um fyrrum eiginkonu sína, leikkonuna Robyn Wright, líkti hann henni við draug. „Hún er draugur fortíðar. Við áttum öll þessi ár saman, en nú er hún bara farin."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.