Flugumferðarstjórar hafa setið á fundum með viðsemjendum síðan klukkan eitt í dag. Hlé var gert á fundinum um fjögur og funduðu þá aðilar hver í sínu horni. Verkfall flugumferðarstjóra skellur á klukkan sjö í fyrramálið að óbreyttu.
Samkvæmt heimildum Vísis er ekki útilokað að ríkisstjórnin setji bann á verkfall flugumferðastjóra náist ekki samningar í kvöld. Um það var fundað á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Upp úr fundi samninganefndar Félags flugumferðastjóra og samninganefndar Samtaka atvinnulífsins slitnaði um fmmleytið í dag.