Erlent

Eins saknað og tveir á spítala

Logar Eldtungur stóðu út um glugga húsnæðis skattyfirvalda í Texas eftir að flugvél var flogið á bygginguna.
Fréttablaðið/AP
Logar Eldtungur stóðu út um glugga húsnæðis skattyfirvalda í Texas eftir að flugvél var flogið á bygginguna. Fréttablaðið/AP

Flugmaður lítillar einkaflugvélar lést þegar hann flaug vélinni á húsnæði skattyfirvalda í Texas-ríki í Bandaríkjunum í gær. Eins manns sem var í byggingunni var enn saknað í gærkvöldi og tveir slösuðust.

Maðurinn, sem starfaði sem hugbúnaðarhönnuður, hefur átt í deilu við skattyfirvöld í Texas. Talið er víst að hann hafi viljandi flogið vélinni á bygginguna.

„Ofbeldi er ekki bara svarið, það er eina svarið,“ skrifaði maðurinn meðal annars á vefsíðu sína. Þar sagðist hann ætla að reyna „eitthvað nýtt“ í baráttu sinni við skattinn. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×