Erlent

Nýju ráðherrarnir á faraldsfæti

Frá fyrsta fundi ríkisstjórnar David Camerons í gær. Hann heimsækir Skotland í dag. Mynd/AP
Frá fyrsta fundi ríkisstjórnar David Camerons í gær. Hann heimsækir Skotland í dag. Mynd/AP

Forgangsmál ríkisstjórnar David Camerons, nýs forsætisráðherra Bretlands, verður að taka á miklum fjárlagahalla. Hann og aðrir ráðherrar verða á faraldsfæti í dag.

Forgangsmál ríkisstjórnar David Camerons, nýs forsætisráðherra Bretlands, verður að taka á miklum fjárlagahalla. Hann og aðrir ráðherrar verða á faraldsfæti í dag.

Nýja ríkisstjórnin kom saman til síns fyrsta fundar í Downingstræti 10 í gær. Ríkisstjórnin hyggst ráðast strax í mikinn niðurskurð hjá hinu opinbera og til marks um það tilkynnti Cameron að laun ráðherra í ríkisstjórn hans yrðu lækkuð um fimm prósent. Launin verða auk þess fryst í fimm ár. Eftir breytinguna fær Cameron um það bil 2,2 milljónir í mánaðarlaun.

Cameron heldur í dag í sína fyrstu ferð sem forsætisráðherra og er ferðinni heitið til Skotlands. Með honum fer nýr Skotlandsmálaráðherra, Danny Alexander, en hann kemur úr röðum Frjálslynda demókrata sem fengu fimm ráðherrastóla. Cameron og Alexander munu heimsækja skoska þingið og funda með áhrifamönnum fyrirtækja í Skotlandi.

Þá heldur William Hague, utanríkisráðherra Bretlands, vestur um haf í dag en þar hyggst hann funda með Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hann segir að Íranir verði að láta af kjarnorkuvinnslu sinni og að hernaðurinn í Afganistan verði ofarlega á forgangslista ríkisstjórnarinnar í utanríkismálum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×