Brynjar sakaður um að hafa rofið trúnað 4. nóvember 2010 04:00 Brynjar Níelsson lögmaður. Slitastjórn Glitnis hefur krafist þess að lögfræðiálit Brynjars Níelssonar, formanns Lögmannafélags Íslands, sem nýlega var lagt fyrir dóm í New York, verði metið ógilt. Álit Brynjars er lagt fram af lögmönnum stefndu, svokallaðri klíku Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, og í því hrekur Brynjar þau rök álitsgjafa slitastjórnarinnar að íslenskir dómstólar hafi ekki burði til að takast á við svo umfangsmikið mál og því eigi það heima í Bandaríkjunum. Slitastjórnin gagnrýnir Brynjar harðlega fyrir að taka ekki fram í áliti sínu að hann hafi þar til í júlí verið slitastjórninni til ráðgjafar um það hvort vísa skyldi einhverjum öngum málsins í sakamálarannsókn. Sem ráðgjafi hafi hann haft aðgang að öllum trúnaðarupplýsingum sem málið varða. Þann trúnað hafi hann rofið og sé því vanhæfur til að veita álit sitt. Slitastjórnin hefur skorað á Brynjar að afturkalla álitið, en því hafnar hann. Í bréfi til slitastjórnarinnar kveðst Brynjar við álitsgerðina á engan hátt hafa nýtt sér þær trúnaðarupplýsingar sem hann öðlaðist í ráðgjafarstarfi sínu. Hann hafi einfaldlega talið það rangt mat hjá Þórði S. Gunnarssyni, sem vann álitsgerð fyrir slitastjórnina, að íslenskir dómstólar geti ekki leyst úr jafnstóru skaðabótamáli og málsóknin gegn sjömenningunum er. Hann hafi verið beðinn um að koma þeirri skoðun sinni á framfæri við dóminn og það hafi hann gert. „Ég tek hins vegar enga afstöðu til þess hvort einhver önnur sjónarmið eða rök kunni að vera fyrir málshöfðuninni fyrir dómstól í New York,“ segir Brynjar. Slitastjórninni sé frjálst að senda inn kvörtun til úrskurðarnefndar lögmanna telji hún að yfirlýsingin brjóti gegn lögum um lögmenn og siðareglum Lögmannafélagsins. „Ég hef meiri áhyggjur af því að hótunin sem fram kemur í bréfi slitastjórnarinnar til mín samræmist ekki góðum lögmannsháttum og kunni að brjóta gegn siðareglum LMFÍ,“ segir Brynjar. stigur@frettabladid.is Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
Slitastjórn Glitnis hefur krafist þess að lögfræðiálit Brynjars Níelssonar, formanns Lögmannafélags Íslands, sem nýlega var lagt fyrir dóm í New York, verði metið ógilt. Álit Brynjars er lagt fram af lögmönnum stefndu, svokallaðri klíku Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, og í því hrekur Brynjar þau rök álitsgjafa slitastjórnarinnar að íslenskir dómstólar hafi ekki burði til að takast á við svo umfangsmikið mál og því eigi það heima í Bandaríkjunum. Slitastjórnin gagnrýnir Brynjar harðlega fyrir að taka ekki fram í áliti sínu að hann hafi þar til í júlí verið slitastjórninni til ráðgjafar um það hvort vísa skyldi einhverjum öngum málsins í sakamálarannsókn. Sem ráðgjafi hafi hann haft aðgang að öllum trúnaðarupplýsingum sem málið varða. Þann trúnað hafi hann rofið og sé því vanhæfur til að veita álit sitt. Slitastjórnin hefur skorað á Brynjar að afturkalla álitið, en því hafnar hann. Í bréfi til slitastjórnarinnar kveðst Brynjar við álitsgerðina á engan hátt hafa nýtt sér þær trúnaðarupplýsingar sem hann öðlaðist í ráðgjafarstarfi sínu. Hann hafi einfaldlega talið það rangt mat hjá Þórði S. Gunnarssyni, sem vann álitsgerð fyrir slitastjórnina, að íslenskir dómstólar geti ekki leyst úr jafnstóru skaðabótamáli og málsóknin gegn sjömenningunum er. Hann hafi verið beðinn um að koma þeirri skoðun sinni á framfæri við dóminn og það hafi hann gert. „Ég tek hins vegar enga afstöðu til þess hvort einhver önnur sjónarmið eða rök kunni að vera fyrir málshöfðuninni fyrir dómstól í New York,“ segir Brynjar. Slitastjórninni sé frjálst að senda inn kvörtun til úrskurðarnefndar lögmanna telji hún að yfirlýsingin brjóti gegn lögum um lögmenn og siðareglum Lögmannafélagsins. „Ég hef meiri áhyggjur af því að hótunin sem fram kemur í bréfi slitastjórnarinnar til mín samræmist ekki góðum lögmannsháttum og kunni að brjóta gegn siðareglum LMFÍ,“ segir Brynjar. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira